Stöðugleiki og botninum náð? Hvernig?

Stöðugleikasáttmáli þessa lands er settur saman af fólki sem sat við stjórnvölinn þegar allt hrundi hér.

Þetta fólk er að reyna að leysa öll okkar vandamál með sömu aðferðum og komu okkur í vandamálin. Stóriðja og mannaflsfrekar framkvæmdir er það eina sem þeim dettur í hug, ja ef við verðum heppin verður fjárfest í einhverjum "lífvænlegum" fyrirtækjum og þá erum við líklega að ganga út frá fyrirtækjum sem skila miklum arði strax til sinna fjárfesta og ekki verður horft á langtíma uppbyggingu eða gjaldeyrisþörf landsins.

Já og einkaframkvæmdir? Eru það einkarekin sjúkrahús og skólar?

Sem sagt algert hugvitslegt gjaldþrot.

Ef Gylfi, eins og sagt er á þýsku " Hatte Eier in der Hose" , hefði hann unnið vinnuna sína fyrir það fólk sem hann á að vera að vinna fyrir , hinn venjulega starfandi Íslending. Hann hefur ekki gert það og er eins og slefandi hundur á eftir stjórninni, vonandi að þetta sé nú allt svo flott og fínt eins og lofað var. Vonandi að ESB verði hin mikla lausn, þó svo að það hafi alveg sýnt sig að svo sé ekki.

Málið er að við þurfum að vinna vinnuna okkar hérna heima til að öðlast traust á erlendum vettvangi, að halda það að við getum sótt um í ESB, skrifað undir Icesave eða farið undir kúgunarhamar AGS geri það að verkum að erlend samfélög fái traust á okkur er fásinna.

Vinnan þarf að gerast hér, við þurfum að hreinsa út spillta stjórnmála og embættismenn, bankafólk, henda útrásarvíkingum í fangelsi, fara í almennilega almenna þjóðfélagsuppbyggingu og þá mun alþjóðasamfélagið kannski fá traust á okkur aftur.

Það gerist ekki með því að hlaupa eitthvað annað og vona að þetta reddist.

 Það er ekki hægt að laga það sem fór úrskeiðis með sömu aðferðum og komu öllu í ólag.

Svo einfalt er það mál.


mbl.is Botni náð í byrjun næsta árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband