Það kom svar....

Dominique Strauss Kahn svaraði bréfi okkar. Eins og sést er aðkoma AGS jákvæð fyrir Ísland og Icesave var EKKI ástæða þess að öll mál Íslands drógust hjá sjóðnum.
Fyrirgefið en ég á ansi erfitt sem meðalgreind manneskja að trúa því að Icesave hafi ekki haft sitt að segja.
Meðal þeirra landa sem borga mest til AGS er til dæmis Bretland. Sjóðurinn hefur einmitt verið gagnrýndur mikið fyrir að ganga mála þeirra sem halda honum uppi.
Að mínu mati þarf að halda áfram að þrýsta á úr öllum áttum bæði á okkar eigin stjórnvöld vegna Icesave og annarra mála og svo AGS vegna aðkomu þeirra hér.
Við skulum hafa það í huga að af 42 löndum sem sjóðurinn hefur aðstoðað eru 31 ennþá í djúpri kreppu og sér ekki fyrir endann á því.
Í öllum þessum löndum hefur sjóðurinn bent á einkavæðingu sem lausn á greiðsluvanda landana bæði til AGS og annarra.
Í flestum þeirra hefur það verið gert með hrikalegum afleiðingum fyrir íbúa þeirra.
Það má teljast mjög athyglisvert að bréfinu er póstað beint á síðu AGS og ekki sent sem svar til okkar fyrst.
Hann hefði nú líka getað komið og útskýrt hvernig AGS hjálpar upp á efnahagsbata Íslands þar sem honum var það svo hugleikið í bréfinu að þetta yrði útskýrt fyrir íslensku þjóðinni. Ekki köstum við skóm ; )
Tengill á svarbréf Strauss Kahn: http://www.imf.org/external/np/vc/2009/111209.htm

mbl.is Lausn Icesave-deilunnar ekki skilyrði AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ásta mín góð !

 Trúir nokkur í í alvöru að AGS., muni borga út greiðlsu númer tvö, EF Alþingi fellir Icesave ?? !!

 Hvar er núna fólkið með eldhús-áhöldin ?? !

 Vinstri stjórnin er við að láta íslensku þjóðina greiða MILLJARÐA SKULDIR EINKA-banka !

 Aðeins VEXTIRNIR EINIR eru um 100 milljónir Á DAG !

 Hvar er liðið ?

 Nú verður Gunnar Sig., að virkja alla óvirka alka - já, og hina 90% Íslendinga sem kunna með Guðaveigar að fara !

 Í mikilli alvöru.: Þjóðin er að hrapa fram af hengibrúninni.

 Ætla meirihluti alþingismanna að láta stimpla sig sem hreina og klára LANDRÁÐAMENN ?? !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 21:13

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þýðir ekkert fyrir ykkur að spyrja Gránu?

Sigurður Þórðarson, 13.11.2009 kl. 21:26

3 identicon

Nei ég held að engin trúi þessu og síst við sem skrifuðum þetta bréf og höfum verið að kynna okkur málefni þessa sjóðs.

Auðvitað þarf að fara aftur niður á Austurvöll og þrýsta, krefjast og hóta. Það gera ASÍ og SA og virkar svona assgoti vel.

Við sem þjóð þurfum að gera það sama því við erum sett að veði í þessum leik.

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 00:27

4 identicon

Þú segir hér að ofan, Kalli Sveins: Hvar er fólkið með eldhúsáhöldin? Ert þú ekki einn af þeim? Ekki biðja aðra um það sem þú getur gert sjálfur.Og einnig bendir Ása Hafberg á þá nauðsyn að mæta og mótmæla. Svo ég legg til þar sem ég er dreifbýlismaneskja og þarf að ferðast í 4 klst til að mæta á mótmælafund ,að þið tvö mætið allavega fyrir mína hönd og mótmælið hátt og snjallt. Ég stend með ykkur...

Kolbrún Vatnsdal (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 08:48

5 identicon

Sæl Kolbrún, ég bý reyndar sjálf fyrir Austan eins langt og þú kemst frá Reykjavík ; ) svo ég kemst ekki oft á mótmæli. en ég fer alltaf ef ég er í bænum og eitthvað er í gangi.

Aftur á móti höfum við sem búum út á landi einmitt verið að tala um að eitthvað verðum við að geta gert til að sýna samtöðu.

Ég ætla að pósta hérna link á færslu um fánann góða sem er samstöðu og sameiningartákn sem finnst þetta skipta máli og geta kannski ekki af einhverjum ástæðum mætt Austurvöll.

http://thjodarsalin.blog.is/blog/thjodarsalin/entry/945282/

Hérna er svo Fésbókar síða um það sama. http://www.facebook.com/#/event.php?eid=151720227232&index=1

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 09:37

6 identicon

Það eru mótmæli þann 21Nóvember á austurvelli. Allir að mæta, kanski verður þetta seinasti sénsinn á að stoppa þessa geðveiki.

Geir (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband