29.12.2009
Fagaðilar slegnir út af borðinu...aftur
Það er alveg með ólíkindum að öll skjöl sem kom fram í þessu máli, skipta ekki máli fyrir meginefni Icesave.
Er faglegt að afgreiða allt af borðinu á þennan hátt?
Er á nokkurn hátt málefnalegt að afgreiða allt af borðinu á þennan hátt?
Hvers vegna er kallað eftir álitum hinna og þessa fagaðila ef það skiptir svo engu máli fyrir afgreiðslu málsins yfirhöfuð?
Er það ekki út yfir allan þjófabálk að ætla að stjórna heilli þjóð á þennan ófaglega og ómálefnalega hátt? Sérstaklega á tímum þar sem að þetta land þarf á öllu að halda sem getur komið því í betri stöðu og upp úr forarpyttinum.
Einhversstaðar á þessu heila ári sem liðið er frá hruni hef ég misst alla trú á þingið okkar, ráðherra og þingmenn. Mér finnst meginatriðið vera orðið að halda hér við líði hinni fyrstu hreinu vinstristjórn í sögu landsins á kostnað íbúa landsins.
Það er bara engan veginn réttlátt gangvart okkur sem höfum bara lifað okkar venjulega lífi, á venjulegu launum og í raun ekki gert neitt rangt, nema ef vera skildi að velja að búa hér.
Meginefnið liggur skýrt fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þið eruð sek um að kjósa ekki satt svo ''''''''''
Sigurður Helgason, 29.12.2009 kl. 23:56
Var einmitt að hugsa það sama...
Mát gagnrýna vinstristjórnina eins þú vilt fyrir hvernig þeir eru að reyna að koma þjóðinni út úr þessu, bara ekki gleyma því að það var hægristjórnin sem kom okkur í þetta ;) (Á kostnað íbúa landsins).
Tryggvi (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 00:19
Þetta er orðin frekar þreytt og léleg tugga hjá stuðningsmönnum landráðanna að þetta sé allt öðrum að kenna! Ætli hún virki fyrir dómi þegar þingmenn verða kærðir fyrir landráð?
Gömul tugga (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 00:42
Þeir treysta á að verða ekki kærðir stoppum þetta á morgun ég mæti!
Sigurður Haraldsson, 30.12.2009 kl. 02:30
Ég held að þið ættuð að lesa fleiri blogg hjá mér, þá komist þið að að ég er ekki á móti vinstristjórn og ekki með hægri.
Ég aftur á móti ætlast til að ALLIR sem hafa valið sér þennan starfsvettvang, sama hvaða flokki þeir tilheyra, viðhafi fagleg og málefnaleg vinnubrögð. Sérstaklega núna.
Við höfum ekki efni á neinu eiginhagsmunapoti á nokkurn hátt, við höfum ekki efni á neinum flokksgröfum alveg sama hvaðan það kemur.
mér er nokk sama í dag hver situr við stjórnvölinn svo lengi sem fólk er að vinna af heilindum, faglega og málefnalega.
Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 07:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.