15.2.2010
Fæ hroll niður bakið
Bara orðið ÁHÆTTUFJÁRFESTIR og mér líður eins og ég þurfi að æla. Það er greinilegt alveg sama hvert horft er að þessir menn, sem fyrir hrun gerðu nákvæmlega sömu hluti og núna. Hafa bara ekkert lært.
Það virðist ekki skipta máli hvort það er hér á landi eða annars staðar.
Þeir léku sér á róló, skemmdu rólurnar og veltu rennibrautinni, en ætla samt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þeir munu gera nákvæmlega það sama aftur, þenja allt út þar til það springur.
Eins og litlir krakkar sem skilja ekki nei, þeir vilja fá og þá á það bara að vera svoleiðis.
Er ekki hægt að stoppa þetta fólk? Allt í lagi að fjárfesta og eyða peningunum sínum, ef maður á of mikið af þeim. En þá ætlast ég líka til sem almennur þegn í þessu landi að lagaramminn verði þannig að ég muni ALDREI aftur lenda í því að skuldir einkafyrirtækis verði mínar skuldir allt í einu.
Ísland ekki brennimerkt segir áhættufjárfestir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú misskilur orðið "áhættufjárfestir". Allar fjárfestingar í atvinnusköpun eru áhættufjárfestingar. Engin á að fá hroll við fréttir um áhættufjárfestingar heldur þvert á móti ætti það að veita yl og birtu í sálartetrum flesta, sérstaklega í dag
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.2.2010 kl. 08:58
Sæll, nei ég misskil ekki orðið áhættufjárfestir og undir öllum venjulegum kringumstæðum myndi ég gleðjast yfir þessum fréttum.
En það eru ekki eðlilegar kringumstæður í þjóðfélaginu í dag. Það er búið að keyra venjulegt fólk á hausinn sem var bara ekki að fjárfesta eitt eða neitt. Það er greinilegt að reglur og lög hafa ekki veri til staðar til að verja almenning fyrir "áhættu" annarra. Eftirlitskerfið var sofandi og sagði bara já og amen við allri vitleysunni.
Allt fjármálakerfið í heild, alveg sama hvaða nafn var á því, fékk að valsa hér um víðan völl og gera allt sem þeim datt í hug. Fjárfesting er góð, en það verða að vera mörk um hve langt, mikið, stórt svona lagað á að vera.
Þangað til að lög og reglur verða settar sem fría almenna borgara af skuldum einkafyrirtækja, þá verð ég með gubbuna upp í háls. Þetta er ekki spurning um að einhver geti fjárfest heldur hvernig farið er með almenning í landinu.
Ásta Hafberg S., 15.2.2010 kl. 09:26
Þú ert væntanlega að ruglast á áhættufjárfestum í ríkistryggðri bankastarfsemi og svo þeim sem stunda áhættu í að kaupa hreinar eignir þar sem ábyrgðir eru einungi á fjárfestinum.
Það er ekkert nema gott að einhver vilji fjárfesta í nær fjárlausum hágæðafyrirtækjum.
Jens (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 10:51
Ég er sammála þér Ásta, það þarf fleira fólk eins og þig inná þing!
Einar Ö. Hannesson (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 11:27
Svo varðandi fólk sem var að fá erlend lán það var vissulega í áhættufjárfestingu, þó það hafi verið "platað" af bönkunum. Það vantar soldið upp á ábyrgð þeirra sem áttu ekki efni á flottum bílum en vildi lifa grand eins og hinir og fengu sér þá þessi áhættusömusbílalán. Ekki vorkenni ég þeim. Fólk á Íslandi hefur alltof lengi lifað meira en það hefur efni á.
Jens (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 13:42
Sæll Jens, það er fínt að hafa skoðanir á málunum og um að gera að viðra þær.
Mér finnst samt svolítið ódýrt að segja að venjulegt fók hafi verið í áhættufjárfestingu með þessum lántökum. Ég hef sjálf reynslu af Danska og Þýska bankakerfinu og verð að segja að þau 4 ár sem ég er búin að vera heima hafa verið frekar sjokkerandi þegar kemur að ábyrgð banka gagnvart viðskiptavinum sínum.
Hér virtist bara allt vera ok, fólki var boðið kort, yfirdrátt og lán eins og enginn væri morgundagurinn. Fólk sem maður veit að hafði kannski ekki mikið vit á peningum var allt í einu komið með svona kort og hinsegin lán vegna þess að bankinn ráðlagði það.
Að mínu mati er þarna um mjög samtvinnaða ábyrgð að ræða banka og viðskiptavinar. mér finnst þetta vera umræða sem þyrfti að taka yfir kaffibolla og gefa sér almenninlegan tíma í, því að á bak við þetta eru líka félagslegir og þjóðfélagslegir þættir sem er ekki heldur hægt að líta fram hjá.
Ásta Hafberg S., 15.2.2010 kl. 14:02
Já ég er alveg sammála þér með það að þetta ætti að vera algjörlega sameiginleg ábyrgð beggja og það hefur vantað mikið upp á ábyrgð þessara manna sem bjuggu það ástand sem er í dag.
Ég vorkenni einnig venjulegu fólki sem er með venjuleg verðtryggð húsnæðislán sem hafa rokið upp og að auki minnkandi vinna og laun ofan á það.
En það sem ég var að segja að ég vorkenni ekki eins mikið verkamanninum sem ákvað að kaupa sér sportjeppa á bílaláni því það var svo hagstætt því hann var að vinna svo mikla yfirvinnu á þessum tíma - hann hefði átt að hugsa lengra en það.. "Mun ég alltaf svona góð laun útaf ég er að vinna svona mikið?" þetta spurði sig enginn.
En þar að auki má spyrja: Fékk þessi maður rétt greiðslumat?
Svarið hefði átt að sjálfsögðu að vera stórt NEI við því.
Jens (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 14:17
Sæl Ásta. Víst eru margir búnir að fá upp í kok af öllu tali um áhættu og fjárfesta. Það er vel skiljanlegt. Ég verð þó að segja um þessa frétt að það eru góðar fréttir að við erum ekki brennimerkt eins og Nígeríumenn voru, og kannski eru, í viðskiptum. Í kreppu sem þeirri sem við erum í skapast mörg tækifæri, bæði til að breyta hugarfari, breyta viðhorfi til manna og málefna og ekki síst til að byggja upp atvinnulífið á heilbrigðan hátt. Til þess þarf fé. Það væri kaldhæðnislegt ef það áhættufé kæmi frá USA sem setti hrunið í af stað með því að setja húsnæðislánakerfið sitt á skuldabréfamarkað, en það voru íbúðalán til innflytjenda og láglaunamanna sem vitað var að ekki yrði greidd.
Við erum í vanda vegna þess að það er alger kommastjórn á Islandi og það er eins og fram kemur í fréttinni fjötur í sjálfu sér við endurreisninni.
Smá, út af umræðu um greiðslumat. Einu sinni synjaði ég manni um víxillán upp á 50 þús. Taldi að hann gæti ekki greitt það lán til baka. Hann gekk yfir götuna, í Sparisjóðinn og fékk lánuð 500 þús. Við höfum alltaf verið miklir mátar síðan
Engin ástæða til að vorkenna fólki Jens. Frekar að sína skilning, þó við höfum kannski verið montin, frek og vitlaus í fjármálum. Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 15.2.2010 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.