Væntanlega, líklega, kannski

Og hvað ef það verður ekki gert? Hvað ef ákveðið verður að taka umsókn okkar ekki inn í viðræðnaferlið?

Ég er ekki að segja að svo verði en sé samt ekki akkurinn fyrir ESB að fá enn eitt efnahagslega illa stadda landið inn í sambandið. Kreppan í Grikklandi virðist vera alveg nóg fyrir ESB og hafa menn þar innanbúða ekki verið sammála um hvernig eigi að höndla það. Hvort styrkja eigi Grikki með fé frá ESB eða ekki.

Eitt virðist ESB þó geta verið sammála um og það er að Grikkir eigi ekki að fá lánað frá AGS. Það skil ég vel þar sem að saga þessa sjóðs hefur ekki sýnt fram á annað en lömuð velferðarkerfi, lægri laun og í alla staði niðurbrot velferðakerfis og einkavæðingar á öllum sviðum þegar lönd hafa ekki getað staðið í skilum.


mbl.is Umsókn Íslendinga rædd í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Evrópusambandið benti bæði Lettum og Rúmenum á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn þegar þjóðirnar tvær óskuðu eftir aðstoð sambandsins. Það þótti í góðu lagi vegna þess að þær eru ekki komnar með evru heldur aðeins með gengi gjaldmiðla sinna tengda við hana. En þeir hafa hins vegar ekki viljað benda Grikkjum þangað af einni ástæðu, Grikkir eru með evruna og það liti svo illa út fyrir evrusvæðið sem aftur hefði vafalítið slæm áhrif á önnur evruríki. Ástæðan er þannig hvorki andúð á AGS eða einhver sérstök umhyggja fyrir grísku þjóðinni.

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.2.2010 kl. 09:20

2 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Ég held að þetta sé bara alveg rétt hjá þér Hjörtur. Var ekki búin að hugsa þetta frá þessu sjónarhorni. Takk fyrir að koma með þennan punkt.

Ásta Hafberg S., 24.2.2010 kl. 10:11

3 Smámynd: Sigurjón

Daginn.

Ungverjum var líka bent á AGS.

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 24.2.2010 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband