Skerðing greiðslna lífeyrissjóða

Ég var að lesa forsíðugrein Fréttablaðsins um skerðingu þá sem nú mun dynja aftur yfir ellilífeyrisþega sem fá greitt frá lífeyrissjóðum.

Það er með ólíkindum að þeir verst settu í þjóðfélaginu eigi að taka skellinn eins mikið og nú er orðið við þetta hrun. Auðvitað eru margir ellilífeyrisþegar kannski ágætlega settir en það er alltaf þessi hluti fólks sem þarf að stóla algerlega á þessar greiðslur til að geta lifað af.

Það hlýtur hver heilvita maður að sjá, að ef manneskja fær um 100.000,- frá sínum lífeyrissjóði og eitthvað á móti frá Tryggingastofnun, að þá er ekki um auðugan garð að gresja þegar skerðing á sér stað. Það munar um hvern þúsundkall hjá manneskju með svo lága innkomu.

Mér finnst líka mjög skrýtið að lífeyrissjóðir geti yfirhöfuð skert greiðslur fólks. Einhversstaðar hlýtur réttur félagsmanna að liggja. Það er búið að vera að greiða inn í sjóðinn í áratugi og alltaf fengið áætlun um tilvonandi lífeyrisgreiðslur frá sjóðnum. Þegar fólk byrjar svo að fá greiðslurnar er það líka reiknað út frá hve mikið viðkomandi hefur greitt í sjóðinn og svo framvegis.

Ef horft er á þetta utan frá virkar þetta eins og samningsbrot við félagsmenn.

Hvers vegna er þessu velt yfir á félagsmenn sjóðsins ?

Hvers vegna eru ekki þeir sem hafa staðið fyrir fáránlegum fjárfestingum lífeyrissjóðanna okkar ekki látnir sæta ábyrgð?

Hvernig getur staðið á því að það er ekki lagaleg skylda sjóðsins við sína félagsmenn að standa við gerða greiðslu samninga?

Hversvegna er þessu ekki velt yfir á fyrirtækin sem fjárfest var í og þau látin taka skellinn í stað þessa ð endurfjármagna þau?

Þetta er á einhvern absúrd hátt óskiljanlegt með öllu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að hægt sé að lækka mjög verulega rekstrarkostnað sjóðanna, 418.000.000 er til að mynda ótækt hjá lífeyrissjóðnum Gildi. Ef laun framkvæmdastjórans og sjóðsstjórans þar væru lækkuð um 1.000.000 á mánuði þ.e. þeir væru með rúmar 600.000 hver, mundi sparast 24.000.000 sem nægir til þess að forða 164 lífeyrisþegum frá 5.500 kr. lækkun.  

Ef sjóðsfélagar einir fara með stjórnarskrárvarinn eignarrétt sinn, og stjórnir aðeins skipaðar eigendum en ekki rekstraraðilum, þá eru allar líkur á að rekstrarkostnaður mundi minka um milljarða hjá lífeyrissjóðunum. 

Jón Jósef Bjarnason (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 10:28

2 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Það er nokkuð ljóst að við verðum alvarlega að fara spyrja okkur að því havða hagsmunir koma í fyrsta sæti hérna. Hagsmunir stjórnenda eða félagsmanna.

Ásta Hafberg S., 28.4.2010 kl. 10:49

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það þarf greinilega að taka lífeyrissjóða fyrirkomulagið til gagngerar endurskoðunar og setja skýran lagaramma.

En tjónið er orðið og ég tel rétt að fara yfir regluverk Tryggingastofnunar og skoða hvort ekki sé hægt að slaka þar á ýmsum tekjutakmörkunum ellilífeyrisþega, og skoða hvort að þannig sé hægt að leifa eins mörgum og það geta, að bjarga sér að hluta sjálfum en hjálpa svo hinum sem ekki hafa neina möguleika á að mæta svona skerðingum.

Fyrsta skrefið hlýtur samt að vera það að greina raunverulega tekjuþörf fólks á þessu aldursstigi, svo það geti lifað mannsæmandi lífi, og hér finnst mér rétt að lífeyrissjóðirnir komi inn til að byggja upp mannsæmandi húsnæði fyrir aldraða.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 29.4.2010 kl. 11:23

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Sammála.

Jón Halldór Guðmundsson, 15.5.2010 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband