Kynnig framboða og málefna þeirra

Af hverju var einhver sem mætti á þennan kynningafund frá fjölmiðlum?

Fyrir nokkrum dögum síðan hélt annað framboð kynningafund á sínum málefnum og ekki mætti einn einasti fjölmiðill.

Þetta framboð er að vegum Frjálslynda flokksins og hefur unnið ötullega að málefna vinnu, endurskoðun og endurhugsun í sambandi við þjónustu borgarinnar á þeim tímum sem við lifum á núna.

Frjálslyndi flokkurinn hefur notið þeirrar sérstöðu eð detta út af þingi, sem betur fer, og getað á þeim 19 mánuðum sem nú eru liðnir frá hruni unnið mikið með grasrótinni og í hinum ýmsu hópum sem hafa verið að sinna málefnum líðandi stundar eftir hrun á Íslandi. Þarna er fólk sem hefur haft tækifæri  á að endurskoða hugmyndir sínar og hugmyndafræði síðan hrunið varð og taka málefnalega afstöðu til þeirra mála sem eru aðkallandi í dag.

Hver er munurinn á kynningarfundi Sjálfstæðisflokks og Frjálslynda flokksins? Eru þetta ekki báðir flokkar sem eru jafn mikið að bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga? Eru málefni annars flokksins eitthvað æðri málefnum hins flokksins ?

Þetta er með öllu óskiljanlegt. Það er það eina sem hægt er að segja um það.

Það er ekki nema vona að litlir flokkar og nýir flokkar eigi erfitt uppdráttar á Íslandi þegar ekki einu sinni fjölmiðlar, sem þó eiga að vera hlutlausi umfjöllunaraðilinn um þessi mál, gefa þeim ekki einu sinni 5 mínútur í kynningu á sínum málefnum.


mbl.is Skattar verði ekki hækkaðir í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband