Sumargjöf í boði AGS og ríkisstjórnarinnar

Jæja nú er það að byrja. Fyrstu uppboðin á heimilum landsmanna sem þó átti að bjarga með hinni týndu Skjaldborg.

Í haust mun svo ríða yfir holskefla uppboða þar sem fjöldinn allur af fólki mun missa heimili sín.

Þeir sem ekki fara á uppboð verða að taka afarsamningum bankana um sölu heimila sinna til bankana.

Við skulum líka muna það að lög um gerð kaupleigu/leigu samninga eftir uppboð eru ekki komin í gegnum þingið þannig að banka sem leysir til sín eign ber engin skylda til að bjóða leigusamninga að neinu leyti.

Einnig skulum við hafa vel hugfast að í viljayfirlýsingu stjórnvalda vegna síðustu endurskoðunar AGS, kemur skýrt fram í 18. lið að EKKI eigi að gera neitt meira, að ÖLL úrræði séu nú þegar til staðar og að eftir okt. 2010 verði Það sem nú þegar er til staðar látið renna út í sandinn.

Búsáhaldabyltingin átti að skila okkur breytingum. En það gerðist ekki.

Rannsóknarskýrslan átti að skila breytingum. En það gerðist ekki.

Kæru landsmenn við verðum víst að viðurkenna þá staðreynd að það á EKKI að bjarga heimilum okkar, það á EKKI að breyta um hugsunarhátt og vinnubrögð, það á EKKI að hreinsa út úr flokkunum og axla ábyrgð.

Það á EKKI að gera NEITT.

Hvar eru pottarnir okkar og pönnurnar í dag? Ætlum VIÐ almenningur EKKI að berjast fyrir afkomu okkar og heimilum?

Það er ENGINN sem ætlar að gera það fyrir okkur og við verðum bara að gjöra svo vel að viðurkenna þá staðreynd og gera það sjálf.

 


mbl.is Heimili undir hamarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband