Nóg er nóg

Skjaldborgin er ekki til, ekki var einu sinni reistur grunnur að henni.

4 heimili fara á uppboð á dag í júní mánuði í Reykjavík. Hvernig verður staðan þegar líður á sumarið?

Bönkum sem leysa til sín eignir ber ekki skylda til að bjóða fólki að leigja áfram eignir sínar.

Lyklafrumvarpið er fast í nefnd.

Ríkistjórnin er búin að gefa út í viljayfirlýsingu vegna AGS að ekki verði gert meira fyrir heimilin.

Verið er að skerða alla þjónustu, laun og atvinnu.

Verið er að koma auðlindunum í hendur erlendra skúffufyrirtækja.

Vatnalögin eiga að taka gildi 1.Júlí og eru umdeilanleg.

Bankarnir lifa sínu eigin sjálfstæða lífi aftur og eru bara að gera það sem þeir gera best, græða pening no matter what.

Það versta er að allt sem er að gerast í þjóðfélaginu í dag eru samhangandi þættir og hafa keðjuverkandi áhrif hver á annan.

Þingið er að fara í frí og það liggja yfir 100 mál á dagskrá sem þarf að keyra í gegn áður en frí er tekið, þar á meðal síðustu örðurnar af mini lausnum fyrir heimilin.

Ef það er einhver þarna úti sem heldur ennþá að það sé verið að vinna með almannaheill að leiðarljósi þá hlýtur sá hinn sami að hafa stungið hausnum í sandinn eftir kosningar og ekki opnað fréttamiðil síðan.

Sorry Íslendingar en við sem almenningur þurfum bara að fara að taka fingurinn úr rassgatinu á sjálfum okkur, standa saman og krefjast sanngirni og réttlætis.

Ekki láta ykkur detta í hug í hálfa sekúndu að allt í einu muni eitthvað geðveikt kraftaverk bjarga þessu. Þetta mun EKKI reddast, við þurfum að gera það sjálf.

 Nóg er nóg og við þurfum ekki að vera eins og konan sem býr með manni sem lemur hana. Þetta er ekki okkur að kenna og við eigum ekki að skammast okkur fyrir neitt. Við lifðum bara venjulegu lífi á þeim forsendum sem voru til staðar. Við vorum ekki sérfræðingar á bankasviðinu. Við aftur á móti tókum við ráðgjöf frá sérfæðingum á bankasviðinu (héldum við).

Við höfum stuttan tíma til að láta í okkur heyra, þingið er að fara í frí, en við VERÐUM að láta í okkur heyra NÚNA vegna þess að í haust er það orðið of seint.

 

 


mbl.is Fimmfalt fleiri undir hamarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var í sambandi við bankann minn fyrir skemmstu vegna lóðar sem var keypt í árslok 2007.  Lóðinni er hægt að skila en erlent lán hvílir á.  Einhverja niðurfellingu er hægt að fá en dæmið lítur þannig út:

Útborgun og vaxtagreiðslur 2,5 m.kr. á timabilinu sem ég hef þegar greitt

Ef lóðinni er skilað og lánið gert upp þá bætast ca. 3 m.kr. sem ég á að skulda til viðbótar.

Síðan það fáranlegasta af öllu:  Af því að skilaverð lóðar tekur mið af hækkun byggingarvísitölu þá þarf að greiða fjármagnstekjuskatt af hækkun, líklega einhverjar 600 þús kr.

Þar fyrir utan eru aðrar skuldir á núverandi húsnæði og bílum.  Auk þess búið að hirða allan sparnað sem áttu að fara í byggingu (hlutabréf, peningamarkaðssjóðir os.frv.)

Ætli maður bætist bara ekki í hóp þeirra sem eru hættir að greiða og fari í þrot.  Það er það sem ríkistjórnin vill og er líklegast hagstæðast fyrst ekkert á að gera.

Þá þarf ekki að greiða fjármagnstekjuskatt, lóðin og aðrar eignir teknar og maður byrjar á núlli. 

Bankinn verður að vísu fyrir stórskelli því ekki getur hann skilað lóðinni ef hún er tekin eignarnámi en einhvern veginn er mér bara nokk sama !

Neytandi (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 10:19

2 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Hélt fólk í alvörunni að Jóhanna og Co myndu bjarga málunum?

Júlíus Valdimar Finnbogason, 9.6.2010 kl. 10:25

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sennilega verður annað hrun innan skamms sem gæti orðið til þess að venjulegt fólk losnaði við mergsjúgandi hrunaliðið af útidyra snerlinum.

Annars er það bara veiðistöng, kartöflugarður og hænur, og ekki ein króna í skuldir og skatta.  Það verður alla vega að losna við óværuna af launaskrá með öllum ráðum.

Magnús Sigurðsson, 9.6.2010 kl. 10:38

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það er bara eitt að gera - almenningur þarf að rísa upp og heimta ríkisstjórn sem vinnur í þágu okkar þjóðar, ekki lánveitenda erlendis í gegnum AGS. Ef við gerum það ekki þá gerir það enginn!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.6.2010 kl. 12:48

5 identicon

S-gjaldborgin var fyrir fólk se, hlustaði á loforð og lofsöng gamalla súrra komma en horfði ekki á þau til að sjá sama lygapakkið og logið hafði að því 30 árin þar á undan.... Það er því sem ég segi: "betur sjá augu en eyru"! 

Óskar (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband