Hvaða nýju upplýsingar?

Ekki skil ég hvað þingmaðurinn er að tala um þegar hann talar um nýjar upplýsingar í þessu máli.

Fyrir þá sem hafa nennt að fylgjast með þessu máli er ekkert nýtt að koma fram. Það hefur verið vitað á marga mánuði að Magma Sweden er sænskt skúffufyrirtæki, stofnað eingöngu til þess að hægt væri að ganga frá þessum kaupum.

Þannig að ekkert er nýtt þar.

Það eina sem talist getur nýtt í málinu er það að nefndarmenn hafi verið beittir þrýstingi svo að af kaupunum varð. Sem sýnir bara að vinnubrögð eru ekki lýðræðisleg og að ekki er verið að hugsa um almannahagsmuni. Sem kemur, held ég engum í þjóðfélaginu á óvart, nema kannski þeim sem vinna innan stjórnsýslunnar.

Það sem mér finnst skrýtnast í Magma málinu er það að þegar að málið fór af stað kom Steingrímur stóryrtur í fjölmiðla og sagði að allt yrði gert til þess að ekki yrði af kaupunum.

Svo heyrðist EKKERT á marga mánuði. Allt í einu þegar að LOKSINS kemst í hámæli í fjölmiðlum að um skúffufyrirtæki sé að ræða og að nefndin hafi ekki unnið lýðræðislega geysist Steingrímur aftur fram á völlin og veit lítið sem ekkert um málið, þæfir svolítið fram og til baka og þagnar aftur.

 

Mér er spurn hvernig getur þetta fólk EKKI vitað af því sem er í gangi inn á stjórnarheimilinu? Og eru það ábyrg vinnubrögð?

Treystir einhver fólki til starfa sem virðist ekki setja sig inn í málin og vita hvað er að gerast í mikilvægum málum þjóðarinnar?

Hvernig geta þau leyft sér að hlaupa stefnulaust fram og til baka þegar að land og þjóð standa í verstu hremmingum sem upp hafa komið í sögu hennar ?

Hvers konar rugl er þetta orðið? 

Er nema von að maður spyrji.

 

 

 


mbl.is Gæti ógnað ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband