21.7.2009
Salt í grautinn
Fyrir hvern er kreppan á undanhaldi? Okkur hinn almenna borgara eða fjármálamenn?
Það virðist sem kreppan sé meira og meira mæld út frá fjármálageiranum og ekki hinum almenna borgara. Auðvitað hangir þetta allt saman einhversstaðar, en persónulega neita ég að goodera það að það sé mikilvægara fyrir undanhald kreppu að hlutabréfavísitölur hækki heldur en hvort fólk eigi salt í grautinn.
Ég get bara ekki alveg séð hverju það muni breyta fyrir mig og mína fjölskyldu. Heima hjá mér er kreppan nýbyrjuð og miðað við að þingið muni samþykkja Icesave á þeim valta grunni sem sá samningur stendur á, er hún heldur ekkert að enda heima hjá mér.
Reyndar er svo kaldhæðnislegt frá því að segja að þegar Argentína fór í "samstarf" við AGS á sínum tíma var það undir formerkjum vinstrisinnaðrar stjórnar sem byrjaði einmitt á því að koma með 100 daga áætlun. Hringir þetta bjöllum?
Vísbendingar um að kreppan sé nú á undanhaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hlutabréfavísitölur hafa voða litla snertingu við raunveruleikann núorðið. Það er t.d. yfirvofandi gríðarlegt hrun á mörkuðum með hrávörusamninga og aðra afleiðupappíra, þar sem um er að ræða stjarnfræðilegar upphæðir á heimsvísu. Þetta tal um að "betri tíð sé framundan" er bara áróður til að reyna að blása nýju lofti í hlutabréfabóluna. Ég spái því að seinni skellur heimskreppunnar komi í haust og næsta ár muni einkennast af alheimshruni. Það er samt ekkert víst að við munum finna mikið fyrir því hér þar sem Ísland er þegar hrunið, ef eitthvað er þá mun gengi krónunnar bara hækka á ný þegar hinir gjaldmiðlarnir hrynja með látum, USD er nú þegar fallandi og GBP mun fylgja fast á eftir, svo er spurning með EUR.
Guðmundur Ásgeirsson, 21.7.2009 kl. 09:50
Ég held hún sé aðallega á undanhaldi í útlöndum. við eigum "góða" 12 mánuði að lágmarki áður en við náum sambærilegu marki hér.
Elfur Logadóttir, 21.7.2009 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.