Kaldhæðni örlagana

Er ekki kaldhæðnislegt að eina manneskjan sem hefur dug og þor til að standa upp fyrir þjóðina á erlendum vettvangi er Eva Joly. Ég er glöð yfir að hún skuli tala okkar máli, en á sama tíma er ég óhemju sorgmædd yfir að engin sem stjórnvölinn á Íslandi skuli geta tekið sig saman í andlitinu og gert hið sama.

Hvar eru okkar íslensku leiðtogar? Hvar er fólkið sem á að vera að hafa hagsmuni okkar í 1. sæti?

Ó já við skulum ekki gleyma að hér er mikilvægara fyrir stjórnendur að vera í flokka skotgrafarhernaði heldur enn að vinna saman sem einn maður FYRIR land og þjóð. Stjórnvöld okkar halda ennþá að þau geti frasað sig út úr ástandinu og látið sem ekkert sé.

Ég segi enn og aftur eins og í fyrri færslu: Íslenska þjóð, er ekki nóg komið? Ætlum við að láta þetta allt yfir okkur ganga án þess að segja múkk?

Þjóð okkar afrekaði að lifa í þessu landi þegar ekki var rafmagn, þegar hús voru gerð úr torfi og sauðskinnskór voru í tísku. Ég vil ekki að við förum aftur þangað, en ég ætlast til að við sem þjóð lítum okkur nær og nýtum okkur þá styrkleika sem liggja meðal okkar í að koma okkur út úr þessu.

Við ÞURFUM að standa saman sem einn maður og berjast fyrir okkur sjálf. Við verðum að vera með það alveg á hreinu að þetta ástand "reddast" ekki. Við verðum núna að fara í meðvitaða ákvörðunartöku til framtíðar.

P.s. Hvar er Frú Vigdís Finnbogadóttir?


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú það er svo sannarlega nóg komið.  Hingað og ekki lengra Jóhanna og Steingrímur, burt með ykkur strax.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2009 kl. 10:59

2 identicon

Spá mín um algert hrun fasteignaverds á Íslandi mun raetast:  Midad vid núverandi verd íbúdarhúsnaedis er alveg ljóst ad um minnst 50% laekkun verdur ad raeda.

60-70% laekkun er ekki ólíkleg....jafnvel 80% laekkun.  Hús sem verid er ad reyna ad selja í dag fyrir 40 milljónir mun í besta falli seljast fyrir 20 milljónir.

Ris og kjallaraíbúdir verda óseljanlegar med öllu.

Thjód sem lét og laetur enn í dag vada yfir sig med kvótakerfinu baud spillingaröflunum upp á ad afhenda bröskurum ríkisbankana.  Thetta gerdi thjódin med thví ad kjósa Spillingarflokkinn og Framsóknarspillinguna.

Thjódin var raend med eigin vilja.

*Spáin raetist* (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 12:01

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ásthildur. Við getum gagnrýnt Jóhönnu og Steingrím. En ef við rekum þau, hvað viltu að við fáum í staðinn? Ég segi fyrir mig þegar ég bendi á að það sem við ásökum þau fyrir eru verkefnin sem fyrri ríkisstjórnir skildu eftir og þau verkefni voru flest eða öll óleyst þegar þettsa fólk tók við. Og ég vil halda því til haga að það var ríkisstjórn Geirs, Ingibjargar og Björns Bjarnasonar sem ber ábyrgð á þeim farvegi sem uppgjör bankanna fór í og hvernig öll rannsóknargögn í tengslum við bankahrunið voru afhent skilanefndunum sem skipuð var miklum fjölda þess fólks sem rak smiðshöggið á bankahrunið.

En ég er meira en lítið sammála þér Ásta um það að ef við ætlum að ná vopnum okkar í því að reisa þetta samfélag við og treysta undirstöður mannlífs þá þurfum við að hugsa málin upp á nýtt og leita uppi þau gildi sem við skildum eftir þegar dansinn kringum gullkálfinn tók hér öll völd.

Árni Gunnarsson, 1.8.2009 kl. 12:09

4 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Tja eruði ekki að gleyma Davíð Oddssyni? Hann hefur heldur betur reynt, en það bara virðist því miður vera þannig að ef að Davíð segir það, þá er það slæmt, en síðan ef e-r annar segir það, þá er það gott...Merkilegt alveg!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 1.8.2009 kl. 12:41

5 identicon

Ásta mín, eins og oftast nær er ég sammála þér, það er kominn tími á að grafa axirnar og snúa bökum saman.

Það er ég hræddur um að verði ekki með þessa stjórn við stjórnvölinn, til þess er hún of upptekin við að hugsa um það sem er ekki tímabært að hugsa um.

Árni. að sjálfsögðu getum við gagnrýnt og hugsanlega rekið Jóhönnu og co. og það er ósköp einfalt hvað kæmi í staðinn.

Þó að ég sé Sjálfstæðismaður þá viðurkenni ég alveg hlutverk og ábyrgð fyrri stjórnar á ástandinu en á sama tíma fer það mikið í taugarnar á mér það ábyrgðarleysi sem hluti núverandi stjórnar telur sig hafa á ástandinu í landinu.

Hafa ber í huga að nokkrir fyrrverandi ráðherrar eru enn við stjórnina og telja sig hafna yfir gagnrýni og ábyrgð á setu sinni í stjórn í aðdraganda hrunsins.

En við erum bara komin á þann punkt að við höfum allsekki efni á því að vera alltaf með puttann á loftitil að benda á það sem gerðist og hver gerði hvað.

Það sem við getum núna er að benda á hvað er ekki verið að gera núna og hvað við viljum að sé gert núna strax.

Því miður er svo komið að núverandi stjórnvöld hafa sannað að þau eru ekki í stakk búin til að gera það sem þarf eða eru ekki með vilja til þess og þá er kominn tími til að leysa þau undan ábyrgðinni og setja aðra inn.

Því miður er það svo að ég tel að ekki yrði eining í landinu um nokkra stjórn sem skipuð yrði núverandi stjórnmálamönnum og þar af leiðandi kemur ekki nema eitt til greina og það er þjóðstjórn með hæfum einstaklingum sem hefðu vit á því sem að þyrfti að gera (og að sjálfsögðu þor til að takast á við verkefni). 

Sú stjórn yrði að ýta til hliðar öllu sem ekki lýtur að því að bjarga því sem bjargað verður úr rústum Íslands.

Allt tal um ESB og ICESAVE er ekki að gera neitt sem bjargar okkur og því fyrr sem að því er ýtt til hliðar, því fyrr komumst við upp úr þessu.

Það er kominn tími til að hætta í fortíðinni og fara snúa okkur að framtíðinni.

Þórður G. Sigfriðsson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 13:04

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þar sem Eva Joly treystir sér til að standa með þjóðinni á þann afgerandi hátt sem hún gerir ættu allir Íslendingar að geta staðið með sjálfum sér, afkomendum sínum og meðbræðrum! Það er ljóst að það þarf hugarfarsbyltingu hjá velflestum sem hafa verið kosnir til að fara með hagsmuni landsins en eg er hrædd um að við, þjóðin, verðum að knýja á um þá nauðsynlegu hugarfarsbreytingu sem þarf að verða.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.8.2009 kl. 15:18

7 identicon

Er ekki frekar spurning hvar núverandi forseti þjóðarinnar er staddur?

Það var algjört glapræði að ekki var sett á þjóðstjórn strax við hrunið, en það er alltaf að koma betur og betur í ljós allur skíturinn sem þurfti að fela og teppið dugir ekki lengur til, hóllinn er orðinn svo stór að það vellur út um allt drullan. Og það eiga allir flokkar sína fulltrúa í spillingunni, en kannski misgráðuga

Valgerður (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 17:54

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Ásta fín færsla hjá þér. Ekki skrýtið að spurt sé um okkar ástsæla fyrrum forseta Vigdísi Finnbogadóttur. Ég skil hinsvegar vel að hún geti ekki gengið fram fyrir skjöldu núna þegar þjóðin hefur kosið sér leiðtoga sem eru bæði vanhæfir og Evrópusinnaðir og það var alveg ljóst fyrir kosningar. Það er forseti í landinu og hann stendur vaktina. Hann var horfandi á krakka hlaupa  með prik á Sauðárkróki síðast þegar ég heyrði af honum. Hann er víst útrásarvíkingamegin. Ég hef reyndar meiri væntingar til Dorretar en hún getur varla risið upp gegn eiginmanninum aftur  Eva Joly er okkar eina rödd en hún er líka fín. Ég sting upp á þessum þremur konum í þjóðstjórn. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 1.8.2009 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband