Lögregluríkið Ísland

Nú er búið að setja lögbann á umfjöllun fjölmiðla á þessum upplýsingum. Er þetta ekki farið að verða ansi lögregluríkjalegt? Er ekki neyðarástand? Á ekki að vera að vinna að því að komast að hinu sanna í málinu? Átti ekki að koma þeim í hendur laganna varða sem misnotuðu aðstöðu sína innan bankakerfisins skammlaust?

Ég er ekki þolinmóð lengur, ég er bara reið og mér er ofboðið á sálinni. Ég grét yfir grein Evu Joly af einskærri sorg og reiði. Sorg yfir því að enginn hér á Íslandi hefur gert það sem hún er að gera og reiði yfir því sama.

Mér finnst ég vera niðurlægð af mínum eigin stjórnvöldum fyrir gagngert getuleysi þeirra í öllum málum. Mér finnst stjórnvöld mín hafa brugðist mér á allan hátt í öllum málum.

Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar? Eru ekki pottar og pönnur málið?

http://wikileaks.org/wiki/Financial_collapse:_Confidential_exposure_analysis_of_205_companies_each_owing_above_€45M_to_Icelandic_bank_Kaupthing%2C_26_Sep_2008


mbl.is Kaupþing fékk lögbann á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ríkisstarfsmaðurinn Finnur Sveinbjörnsson lætur ekki að sér hæða.  Ég hélt að svona gerðist ekki nema í Kóreu og þá í norðurhlutanum.

Sigurjón Þórðarson, 1.8.2009 kl. 19:52

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ríkisstjórn Geirs H. og Björns B, vissi hvað hún var að gera þegar hún skipulagði "uppgjör" gömlu bankanna og skipaði í stöður. Ingibjörg var buguð eftir úrslitin í Öryggisráðskosningunni og Össur var bara .....já hvað á maður að segja um það pólitíska fyrirbæri. Björgvin viðskipta var bara í því að tala landsföðurlega til fólksins með uppörvandi gáfumannasvip.

Árni Gunnarsson, 1.8.2009 kl. 20:02

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er bara ótrúlegt.  En hafið þið séð þetta? http://video.google.com/videoplay?docid=2699800300274168460&hl=en

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2009 kl. 23:37

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Til fróðleiks fyrir þá sem vilja koma á framfæri mótmælum með beinum hætti þá eru hérna upplýsingar um viðkomandi tengiliði:

Koma svo... setja póstþjónana þeirra á hliðina! (ekki gleyma viðhenginu)

Guðmundur Ásgeirsson, 2.8.2009 kl. 00:22

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er spurning hvort hægt er að tala um stjórnvöld lengur..... eru þetta ekki bara völd án stjórnar sem við höfum yfir okkur núna..... það lítur alla vega þannig út fyrir mér.... Virk stjórnvöld þurfa góða ráðgjafa og sá eini sem virðist standa undir því nafni er Eva Joly......

Ómar Bjarki Smárason, 2.8.2009 kl. 00:48

6 identicon

Lögregluríki.......það er mikill munur á dómsvaldi og framkvæmdarvaldi, lögreglan kemur þessu ekkert við.

Guðmundur Hannes (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 12:17

7 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Fyrirgefðu Guðmundur ætlaði ekki að móðga neina lögreglumenn með þessu. Þetta er meira myndlíking fyrir hvernig mér líður gagnvart ástandinu.

Kær kveðja

Ásta H.S

Ásta Hafberg S., 2.8.2009 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband