12.8.2009
Er rússalán verra en önnur lán?
Ég ætla að taka það skýrt fram að ég treysti engu lengur sem fram kemur um hver sagði hvað hvenær eða hvernig og með hverjum en..........
Gefum okkur að þetta sé rétt og íslenska Ríkisstjórnin hefi ekki viljað Rússa lánið, þá þurfum við að vita AF HVERJU?
Lán frá Rússum sem sjálfir hafa lent í klónum á AGS getur ekki hafa verið verra en AGS.
Lán frá Rússum hefði kannski gert það að verkum að okkur hefðu boðist önnur lán frá öðrum þjóðum og heðfum þannig sloppið alveg við AGS.
Ég efast um að Rússar hefðu farið að skipta sér af hvernig við færum í uppbyggingu efnahags og þjóðfélags í sama mæli og AGS.
Ég efast um að Rússar hefðu sett in skilmála um að ekki er hægt að fara í almennar aðlaganir skulda einstaklinga í landinu.
Ég efast um að þeir hefðu komið að áætlun um massívan niðurskurð í velferðarkerfinu.
Lán frá þeim hefði líklega gefið okkur sem þjóð meira frelsi þegar kemur að okkar eigin uppbyggingu á okkar eigin forsendum.
Hver var akkurinn í að fá lán hjá AGS? Stofnun sem aldrei hefur getað sýnt fram á að áætlanir þeirra virki yfirhöfuð fyrir neina þjóð.
Sumir segja að það sé aðildin að ESB sem liggi að baki. Ef svo er þá spyr ég, er aðgöngumiðinn að þeim klúbb ekki orðin ansi dýr?
Er eitthvað markmið hjá okkur sem þjóð að tilheyra hóp sem greinilega "þvingar" fram lausnir sér í hag og tekur ekki tillit til aðstæðna hverju sinni?
Ef við tökum svo Icesave inn í þetta þá efast ég stórlega um að Rússar hefðu sett lausn þess máls sem skilyrði fyrir lánveitingu. Enda hefur spurningin aldrei verið sú hvort eigi að borga Icesave, heldur hvort að sá samningur sem nú liggur á borðinu sé viðráðanlegur fyrir þjóðina.
Við skulum samt ekki vera svo naív að halda að Rússar hefðu lánað okkur af því við erum svo lítil og sæt, auðvitað hefðu þeir viljað eitthvað fyrir sinn snúð, en einhversstaðar læðist að mér sá grunur að það hefði verið viðráðanlegra en AGS.
Íslendingar vildu ekki lán frá Rússum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta eru miklar upplýsingar og tímabært að þær komi fram og fái tilhlýðilega umræðu. Nú sé ég ekki annað í boði en að Alþingi taki þetta mál til umræðu utan dagskrár og krefji ríkisstjórn Geirs Og Ingibjargar skýrra svara. Þarna hefur samfélagið orðið fyrir fjárhagslegu tjóni sem nemur einhverjum stjarnfræðilegum upphæðum. Þá er ég að horfa til styrkingar krónunnar, vaxtalækkana og afnámi gjáldeyrishafta svo eitthvað sé nú nefnt af hliðaráhrifum þessa furðulega máls. Það skyldi þó aldrei vera að Rússafóbía Geirs og Björns Bjarnasonar hafi þarna orðið að kostnaðarsömum pólitískum sjúkdómi.
Árni Gunnarsson, 12.8.2009 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.