28.10.2009
Það er ekki hægt að hárreita sköllóttan mann
Þetta barst mér á tölvupósti í gærkvöld. Þetta er bréf sem Gunnar Tómasson sendi alþingismönnum okkar. Er Feigðarós II á næsta leyti? Finnst okkur þetta bara allt í lagi? Vakna engar spurningar um það hvort það fólk sem situr inn á þingi sé yfirhöfuð með nógu mikla þekkingu og færni til að stýra okkur út úr þessu á mannsæmandi hátt?
Ágætu alþingismenn.
Í fyrradag spurði ég James Galbraith, einn virtasta hagfræðing
Bandaríkjanna, um álit hans á því mati AGS (sjá IMF Survey 21. október sl.)
að erlend skuldsetning Íslands að jafngildi 310% af vergri landsframleiðslu
væri þjóðarbúinu ekki ofviða.
Galbraith svaraði um hæl (í minni þýðingu; enskur texti að neðan):
Það segir sig sjálft: það er fáránlegt að ímynda sér að Ísland eða eitthvað
annað land geti tekið á sig gjaldeyrisskuldir sem jafngilda 300 eða 400
prósent af vergri landsframleiðslu (VLF) og forðast greiðsluþrot. Ef
skuldir væru 400 prósent og vextir aðeins þrjú prósent þyrfti afgangur á
viðskiptajöfnuði og hliðstæður samdráttur innlendrar neyzlu að vera 12
prósent af VLF án nokkurrar greiðslu af höfuðstól. En auðvitað myndi enginn
vilja eiga lágvaxta íslenzk skuldabréf vegna áhættunnar á vanskilum.
Ef stjórnvöld reyndu að axla slíka skuldabyrði myndu vinnufærir
einstaklingar flytja af landi brott. Útkoman yrði lýðfræðileg eyðilegging
Íslands að viðbættu greiðsluþroti. Staðan er því ekki síður alvarleg en sú
sem kom upp vegna stríðsskaðabóta í Versalasamningnum eða Morgenthau
áætluninni fyrir Þýzkaland 1945. Samningurinn leiddi til óðaverðbólgu en
áætlunin var ekki lögð til hliðar fyrr en ljóst varð að hún myndi leiða til
brottflutnings eða útrýmingar mikils hluta þjóðarinnar sem lifði af stríðið.
Eins er það augljós skrípaleikur að leggja slíka skuldabyrði á litla þjóð,
fyrst með svikum og síðan með hótunum.
Eins og málum er háttað er það siðferðileg skylda Íslands gagnvart
alþjóðasamfélaginu að sækja svikahrappana til saka eftir því sem landslög
leyfa. Hitt er fyrir stjórnvöld erlendra ríkja, sem brugðust skyldum sínum
við bankaeftirlit, að ákveða hvernig deila skuli tapinu sem af því hlaust
milli reikningshafa og skattborgara sinna.
Þér er heimilt að koma þessum skoðunum mínum á framfæri við aðra.
Virðingarfyllst,
Gunnar Tómasson, hagfræðingur
***
To state the obvious: the idea that Iceland or any country could increase
its debt in foreign currency to 300 or 400 percent of GDP and avoid default
is preposterous on its face. At 400 percent, an interest rate of just three
percent implies a required trade surplus of 12 percent of GDP, and a
comparable reduction of domestic living standards -- even if the principal
is never repaid. But of course with the default risk no one is going to hold
Icelandic notes for so little.
If a policy of payment is attempted, anyone with the capacity to work will
necessarily emigrate. The result can only be the demographic destruction of
the country, and default anyway. The situation is, in this respect, not less
grave than the reparations demanded under the Versailles Treaty or the
Morgenthau Plan for Germany in 1945. The former produced hyperinflation, and
the latter was stopped only when it was realized that to implement it would
require the emigration or extermination of a large part of the surviving
population.
Equally needless to say, the imposition, initially by fraud and later by
intimidation, of a debt burden of this kind on a small country is grotesque.
Iceland's moral obligation to the international community at this stage
should consist of bringing the perpetrators to justice, insofar as they can
be reached by national law. The losses that will fall on foreign depositors
cannot be avoided. It is therefore up to the governments of those other
countries, having failed in their duties of bank supervision, to decide how
to allocate those losses as between depositors and taxpayers in those
places.
Please feel free to share these views at your discretion.
With my regards,
James Galbraith
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.10.2009
Stöðugleiki og botninum náð? Hvernig?
Stöðugleikasáttmáli þessa lands er settur saman af fólki sem sat við stjórnvölinn þegar allt hrundi hér.
Þetta fólk er að reyna að leysa öll okkar vandamál með sömu aðferðum og komu okkur í vandamálin. Stóriðja og mannaflsfrekar framkvæmdir er það eina sem þeim dettur í hug, ja ef við verðum heppin verður fjárfest í einhverjum "lífvænlegum" fyrirtækjum og þá erum við líklega að ganga út frá fyrirtækjum sem skila miklum arði strax til sinna fjárfesta og ekki verður horft á langtíma uppbyggingu eða gjaldeyrisþörf landsins.
Já og einkaframkvæmdir? Eru það einkarekin sjúkrahús og skólar?
Sem sagt algert hugvitslegt gjaldþrot.
Ef Gylfi, eins og sagt er á þýsku " Hatte Eier in der Hose" , hefði hann unnið vinnuna sína fyrir það fólk sem hann á að vera að vinna fyrir , hinn venjulega starfandi Íslending. Hann hefur ekki gert það og er eins og slefandi hundur á eftir stjórninni, vonandi að þetta sé nú allt svo flott og fínt eins og lofað var. Vonandi að ESB verði hin mikla lausn, þó svo að það hafi alveg sýnt sig að svo sé ekki.
Málið er að við þurfum að vinna vinnuna okkar hérna heima til að öðlast traust á erlendum vettvangi, að halda það að við getum sótt um í ESB, skrifað undir Icesave eða farið undir kúgunarhamar AGS geri það að verkum að erlend samfélög fái traust á okkur er fásinna.
Vinnan þarf að gerast hér, við þurfum að hreinsa út spillta stjórnmála og embættismenn, bankafólk, henda útrásarvíkingum í fangelsi, fara í almennilega almenna þjóðfélagsuppbyggingu og þá mun alþjóðasamfélagið kannski fá traust á okkur aftur.
Það gerist ekki með því að hlaupa eitthvað annað og vona að þetta reddist.
Það er ekki hægt að laga það sem fór úrskeiðis með sömu aðferðum og komu öllu í ólag.
Svo einfalt er það mál.
![]() |
Botni náð í byrjun næsta árs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2009
Stöðugleiki í hugmyndafræðilegu gjaldþroti
Stöðugleikasáttmáli þessa lands er settur saman af fólki sem sat við stjórnvölinn þegar allt hrundi hér.
Þetta fólk er að reyna að leysa öll okkar vandamál með sömu aðferðum og komu okkur í vandamálin. Stóriðja og mannaflsfrekar framkvæmdir er það eina sem þeim dettur í hug, ja ef við verðum heppin verður fjárfest í einhverjum "lífvænlegum" fyrirtækjum og þá erum við líklega að ganga út frá fyrirtækjum sem skila miklum arði strax til sinna fjárfesta og ekki verður horft á langtíma uppbyggingu eða gjaldeyrisþörf landsins.
Sem sagt algert hugvitslegt gjaldþrot.
Ef Gylfi, eins og sagt er á þýsku " Hatte Eier in der Hose" , hefði hann unnið vinnuna sína fyrir það fólk sem hann á að vera að vinna fyrir , hinn venjulega starfandi Íslending. Hann hefur ekki gert það og er eins og slefandi hundur á eftir stjórninni, vonandi að þetta sé nú allt svo flott og fínt eins og lofað var. Vonandi að ESB verði hin mikla lausn, þó svo að það hafi alveg sýnt sig að svo sé ekki.
Málið er að við þurfum að vinna vinnuna okkar hérna heima til að öðlast traust á erlendum vettvangi, að halda það að við getum sótt um í ESB, skrifað undir Icesave eða farið undir kúgunarhamar AGS geri það að verkum að erlend samfélög fái traust á okkur er fásinna.
Vinnan þarf að gerast hér, við þurfum að hreinsa út spillta stjórnmála og embættismenn, bankafólk, henda útrásarvíkingum í fangelsi, fara í almennilega almenna þjóðfélagsuppbyggingu og þá mun alþjóðasamfélagið kannski fá traust á okkur aftur.
Það gerist ekki með því að hlaupa eitthvað annað og vona að þetta reddist.
En þegar öll er á botnin hvolft er ég engan veginn hissa á að stöðugleikasáttmálin sé í uppnámi, það er ekki hægt að laga það sem fór úrskeiðis með sömu aðferðum og komu öllu í ólag.
Svo einfalt er það mál.
![]() |
Sáttmálinn í uppnámi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvernig er Bretum og Hollendingum stætt á því að samþykkja ekki fyrirvaran um dómstólaleiðina óskorðaðan?
Eru þessi tvö lönd ekki hluti af hinu réttláta og sanngjarna ESB? Þar sem engin spilling þrífst og öll dýrin í skóginum eru vinir? Eða svo hljómar það þegar Samfylkingin er að ræða ESB.
Þessi samningur er og verður kúgun stórrar þjóðar á hendur lítilli þjóð og ekkert annað. Það hefur rækilega sýnt sig síðustu mánuði að AGS vinnur með ESB og ef þar er sagt nei, þá gerist ekki neitt. Á sama tíma geta Brown og Darling lýst því yfir að Breska ríkið ábyrgist ekki innistæður. Þetta hangir engan veginn saman.
Svo er okkur sagt af okkar eigin stjórnvöldum, að um leið og Icesave sé í höfn byrji uppbygging Íslands. Fyrirgefið að ég segi það en sú uppbygging gat byrjað dag 1 eftir hrun og er að mestu leyti óháð Icesave.
Okkur var líka sagt að um leið og fyrir lægi umsókn í ESB myndi krónan stabílisera sig, lánalínur myndu opnast og traust alþjóðasamfélagsins myndi stóraukast á okkur. Okkur var líka sagt að þá væri hægt að fara í uppbyggingu Íslands.
Icelandic krona - The last rate was published on 3 Dec 2008. Svona stöndum við ennþá inn á Central Bank of Europe og það þrátt fyrir að hafa sótt um í ESB.
Þetta er farið að hljóma eins og leiðinlegur farsi. Þetta er ekkert nema hugmyndafræðilegt gjaldþrot fólks sem fórnar þjóð sinni á altari eigin hræðslu. Hræðslu við að tapa andliti út á við, hræðslu við að viðurkenna að það hafi ekki lausnir og hræðslu við að viðurkenna vanhæfi flokkakerfisins í þessum málum.
![]() |
Icesave-fyrirvörum breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi setning er beint upp úr Norsku fréttinni og er hún í heild sinni í tenglinum hér að neðan.
http://www.abcnyheter.no/node/97373
![]() |
Kallaði á neikvæð viðbrögð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.10.2009
Voru 2 bréf ? Svona skilst þetta í Noregi
Þessi setning er beint upp úr Norsku fréttinni og er hún í heild sinni í tenglinum hér að neðan.
http://www.abcnyheter.no/node/97373
![]() |
Birtir bréf Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.10.2009
Þjónusta AGS
Það er athyglisvert að fylgjast með þeirri umræðu sem á sér stað um AGS þessa dagana. Þeir sem eru ekki fylgjandi aðstoð sjóðsins eru kallaðir landráðsmenn eða titlaðir þjóðernissinnar með misskilið þjóðarstolt.
Ég hef notað mikinn tíma í að kynna mér AGS og verð að segja að það er ekki af þjóðarstolti sem ég vil ekki njóta aðstoðar þeirra, heldur vegna þess að gæði þjónustu þeirra við samfélög er enginn. Það er ekki til land í dag sem hefur notið aðstoðar AGS sem hefur komist út úr sinni kreppu í "alvöru".
Stefna AGS, sem þeir eru að nota hér á landi núna og hafa notað í flestum af hinum löndunum líka, gengur út á mjög hraðan niðurskurð og skattahækkanir, stefna þeirra hefur hvergi og heldur ekki hér boðið upp á uppbyggingu á móti. Hitt er svo háir stýrivextir sem hefur heldur ekki verið gott fyrir uppbyggingu heldur.
Þeir eru að nota sömu taktík hér með Icesave og þeir hafa gert annarsstaðar með að pressa landið sem nýtur "aðstoðar" þeirra í einhverjum málefnum sem tengjast aðstoðinni kannski á einhverju gráu svæði en ekki beint.
Oftast hefur það farið þannig að eftir massífan niðurskurð og skattahækkanir og háa stýrivexti, getur það land sem tók lán hjá þeim ekki borgað sínar afborganir.Nær undantekningarlaust þegar það gerist er AGS tilbúið með áætlun um sölu orkufyrirtækja í eigu ríkisins eða annarra ríkisrekinna fyrirtækja og auðlinda til einkaaðila.
Kannski mun þetta ekki fara svona hér, þó að ég efist stórlega um það því þeir hafa hvergi breytt þessari stefnu alveg sama hvaða landi þeir hafa verið að hjálpa.
Ég vil ekki AGS í burtu vegna þjóðarstolts heldur vegna þess að ég er 99 % viss um að við munum fara í dýpri kreppu og lengri með þeim en án þeirra.
Ég mæli með að fólk kynni sér störf þessa sjóðs í öðrum löndum á sjálfstæðan og gangrýnin hátt.
![]() |
Höfum ekkert við AGS að gera |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.10.2009
"Nýju" lausnir Samfylkingarinnar
Það er ekkert nýtt í þessum lausnum sem koma frá Árna Páli. Hann hefur sullað saman hinum og þessum hugmyndum, sem var flestum í heild sinni var hafnað af Samfylkingunni fyrir kosningar.
Þetta hefur hann sem sagt tekið allat saman og hrært í einn graut. Út úr þessu kemur enn eitt NEYÐARÚRRÆÐIÐ og ekki LANGTÍMALAUSN.
Þarna er saman komið hluti af tímabundinni neyðarlausn Frjálslynda Flokksins sem lagt var fyrir þing stuttu eftir hrun, hið svokallað Biðreikningafrumvarp.
Þarna er dassað smá Framsóknar og Sjálfstæðisflokkspælingum í sambandi við niðurfellingu.
Allir bankarnir eru nú þegar með einhverjar svona lausnir í gangi.
Það er ekki verið að leysa vandamálin til langframa og það er ekki verið að hugsa um hagsmuni hins venjulega borgara í landinu.
Er þetta "nýja" Ísland? Mér er sko spurn.
![]() |
Segja tillögur ráðherra stríðsyfirlýsingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2009
Fortíðin var?Framtíðin verður?
Ég skil vel að fólk á Húsavík og nágrenni sé ekki ánægt með niðurstöðu þessa máls, sérstaklega þegar farið var á fund Katrínar og hún var jákvæð gagnvart málinu. Það hlýtur að vera ömurlegt að sitja núna á Húsavík og hafa fengið þessa frekar blautu tusku í andlitið.
Annað er svo hve miklu eru þessi blessuðu álver að skila þjóðarbúinu? Að mínu mati er þessi stóriðju átátta ekkert annað en afleiðing margra áratuga hugvitslegs gjaldsþrots stjórnvalda þegar kemur að fyrirtækja og atvinnuuppbyggingar á landsvísu. Það er auðvelt að lofa landsbyggðinni álveri rétt fyrir kosningar, sérstaklega þegar landsbyggðin hefur verið í svelti hvað varðar uppbyggingu á áraraðir, pice of cake.
Ísland væri ekki eins illa sett í kreppunni í dag ef farið hefði verið í uppbyggingu fyrirtækja á landsvísu, fyrirtækja í ýmsum stærðum og sem breiðasta flóru af þeim. Fyrirtæki sem byggja á íslensku hugviti og hugmyndum ( nóg er til af þeim) og eru í innlendri framleiðslu líka til útflutnings.
Þetta er það mikilvægasta í fyrirtækja uppbyggingu í dag, breið flóra fyrirtækja í ýmsum greinum, innlend framleiðsla til útflutnings.
En til þess að það geti orðið þarf samhent átak okkar almennings, stjórnvalda, opinberra starfsmanna, lífeyrissjóða og bankanna. því að hér þarf að vinna hratt og örugglega og ekki setja upp enn eina nefndina sem býr til flotta skýrslu sem endar ofan í skúffu.
![]() |
Viljayfirlýsing ekki framlengd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.9.2009
Í SKOÐUN ?
Það er athyglisvert að það fólk sem situr innan veggja þings í dag skuli leyfa sér að nota orð eins og, í skoðun, í athugun, efast, hugsanlega og annað þvíumlíkt þegar kemur að lausnum fyrir þjóðina.
Hér á landi situr þjóð sem hefur orðið fyrir einu áfallinu eftir öðru síðasta árið. Fólk stendur frammi fyrir því að launin duga engan veginn fyrir öllum nauðsynjum, stoðum fólks hefur verið kippt undan því og það keyrt inn í hringiðu atburða sem það hefur í raun enga stjórn á.
Ekki nóg með það þá virðast þeir sem sitja inn á þingi og við stjórnvöl þessa lands engan veginn gera sér grein fyrir því. Hvernig getur nokkur manneskja sagt að málin séu í skoðun þegar kemur að frestun uppboða. Heldur viðkomandi að allar eignir sem voru á leið á uppboð þegar bráðabirgðalögin voru sett séu allt í einu ekki á leið á uppboð? Batnaði eitthvað ástandið síðastliðna mánuði?
Svona hluti á ekki einu sinni að skoða við núverandi aðstæður, þetta á að vera sjálfsagður réttur þjóðar sem er keyrð inn í aðstæður sem var ekki hennar sök. Aðstæður sem hafa brotið allar lánaforsendur. Aðstæður sem hafa brotið upp öll fjárhagsleg viðmið fólks, og það ekki á góðan hátt.
Það er sjálfsagður réttur okkar sem þjóðar í dag að fólk sem við höfum ráðið í vinnu við að koma landinu okkar út úr kreppunni, vinni fyrir okkur. Það er sjálfsagður réttur okkar að þetta fólk hugsi um þjóð sína bæði nótt sem nýtan dag og komi með lausnir okkur til handa.
Annað á þetta fólk ekki að vera að gera.
![]() |
Holskefla uppboða verði frestur ekki framlengdur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)