Færsluflokkur: Bloggar

Það sem ekki á að gera

,,Ég held að það sé óhætt að fullyrða að stóra myndin er komin og það verður engin almenn niðurfærsla skulda…”
-Gylfi Magnússon í Kastljósi í kvöld

Í Kastsljósi í gær lætur Gylfi þessi orð falla um skuldavanda heimilanna. Þarna er hann að styðjast beint við 18. grein viljayfirlýsingar stjórnvalda vegna endurskoðunar okkar mála hjá AGS. 18. greinin segir skýrt og skorinort að þau úrræði sem nú séu til staðar séu nóg fyrir heimilin, að ekki verði farið í fleiri úrræði og að eftir okt. 2010 verði ekki gert neitt meir til að stöðva og fresta nauðungaruppboðum á heimilum fólks.

Og hvað þýðir þetta svo?

Jú þetta þýðir það að þeir sam hafa getað haldið sjó með frystingu lána í þeirri von að leiðrétting höfuðstóls kæmi til, geta gleymt því.

Þeir sem hafa fengið frestanir á uppboðum geta líka gleymt því að einhverskonar leiðrétting verði gerð á þeirra lánum svo afstýra megi uppboðinu.

Þeir sem sitja uppi með himinháan höfuðstól stökkbreyttra lána og halda ennþá sjó, verða að fara að viðurkenna þá staðreynd fyrir sjálfum sér að sitja uppi með þessa stökkbreytingu ALLTAF.

Þeir sem eru með verðtryggð lán geta greinilega ekki vonast til þess að þessi blessaða verðtryggingar ófreskja verði aflífuð í eitt skipti fyrir öll, þrátt fyrir stóryrði Steingríms þar um í kosningabaráttunni.

Jæja elsku Íslendingar þá er orðið ljóst að við eigum að sitja uppi með ALLAN kostnað vegna þessa hruns. Réttlætið mun ekki ná fram að ganga og er orðið ljóst að það er engin að vinna fyrir umbjóðendur sína inn á þingi. Það verður engin niðurfærsla eða leiðrétting á skuldum almennings.

Þetta er Ísland í dag eins kaldhæðnislegt og það er.


Ekki frétt

Það eru komnir nokkrir mánuðir síðan að ég sat fund ásamt hópi fólks með AGS í Seðlabankanum.

Þar kom fram að AGS var hissa á því að dýpt kreppunnar á Íslandi væri þó ekki meiri en hún er.

Á þessum fundi spurðum við mikið út í áætlaðan viðskiptajöfnuð og hvort að hann væri tilkomin vegna þess að AGS gengi út frá að innflutningur yrði um það bil enginn til árafjölda. Ekki vildu Flanagan og Franek gefa mikið út á það og virtust ekki vilja viðurkenna að þeir hjá AGS væru að reikna með svo miklum samdrætti í innflutningi.

Þó er það einmitt það sem er að gera það að verkum að viðskiptajöfnuðurinn kemur svona vel út.

Spurningin er hvað verður að minnka innflutning mikið til að ná þessum flottu tölum hjá AGS ?

 

Þetta er að mínu mati ekki frétt því að með því að rýna í efnahagsáætlun AGS hefði hver heilvita manneskja getað sagt sér að innflutningur yrði að verða mjög lítill til að ná þessum viðskiptajöfnuði þó að útflutningur myndi verða meiri.

Það er heldur ekki frétt að atvinnuleysisspár þeirra standist líklega ekki. Það eru svo margir samverkandi þættir þar að verki að varla er hægt að spá til um atvinnuleysið.

Svona ef út í það er farið er heldur enginn frétt að Icesave hafi verið sett inn í viljayfirlýsinguna eins og gert var. Stjórn sjóðsins hefði aldrei samþykkt endurskoðun á áætluninni ef svo hefði ekki verið.

Það sem er frétt hins vegar er 18. liður viljayfirlýsingarinnar og undarlegt hve lítið hefur heyrst um hann í fréttum undanfarið. Eitt orð hér og þar og búið. Samt er sá liður mikilvægastur fyrir heimilin í landinu.

Mér hefði þótt það merkileg frétt ef einhver fjölmiðill hefði tekið sér smá tíma í að grafa í þeim lið viljayfirlýsingarinnar.

 


mbl.is Gylfi: Jákvæð mynd frá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viljayfirlýsing stjórnvalda vegna endurskoðunnar AGS

Nú er viljayfirlýsing stjórnvalda vegna endurskoðunar efnahagsáætlunar Íslands komin inn á netið. Reyndar er hún á ensku en fróðleg engu að síður.

Ef ég er að skilja þetta rétt verða þær aðgerðir sem nú hefur verið farið í látnar standa, ekki verði farið í frekari aðgerðir til handa heimilunum og að þessum hluta verði lokið október 2010. 

Ég leyfði mér að setja inn hluta af kafla um aðgerðir til handa heimilanna sem er í þessari yfirlýsingu. Síðasta málsgreinin sló mig og hvet ég fólk til að lesa þennan kafla.

Private sector debt restructuring 18. The tools are being put into place to accelerate private sector debt restructuring. This should place viable firms and households on a sounder footing and support private sector demand:

 A comprehensive framework is being established for household debt restructuring:

 Information. All households have access to the Debt Advisory Services, which provides information and advice to individuals on restructuring options.

 Automatic measures. Households holding CPI-indexed mortgages are automatically placed into a generalized payment smoothing program to provide debt service relief for mortgages (but can opt out). A similar scheme exists for fx-denominated mortgages and auto loans, albeit on an opt-in basis.

 Voluntary workouts. All households can also seek a voluntary agreement with their lenders on a workout. Generalized guidelines have established eligibility and have specified criteria for debt write downs. Based on these guidelines, the banks and HFF have established their own frameworks for voluntary workouts.

 Court-assisted processes. If such measures prove insufficient, households have access to a court-supervised process covering residential mortgages, in which the court will decide a new payment mitigation scheme based on repayment capacity.

8

 To ensure that the framework functions smoothly, we intend to (i) provide debtors better access to information, advice, and mediation mechanisms in the context of voluntary workouts; (ii) extend eligibility to households and individuals not now covered by the schemes; and (iii) create incentives for financial institutions and debtors to expedite voluntary restructuring agreements. We propose that passage of legislation to strengthen the framework along these dimensions be a structural benchmark for end-June 2010.

We emphasize that with this refined framework in place, there will be no further extensions of the moratorium on foreclosures, and we will allow it to expire on schedule at end-October 2010.

Linkurinn á ýfirlýsinguna er hér: http://www.efnahagsraduneyti.is/media/Acrobat/Letter_of_Intent_2nd_review_-_o.pdf

 


Ábyrgð og afsögn

Nú er þriðji í skýrslu og vonbrigðin sem ég finn fyrir eru mikil. Reiðin kraumar yfir viðbrögðum eða skulum við segja vöntun á þeim.

Ég bjóst við, nei það er rangt, ég bjóst ekki við ég ÆTLAÐIST til þess að ALLIR stjórnmálamenn sem á einhvern hátt væru nefndir í þessari skýrslu myndu stíga til hliðar á skýrslu degi. Ég ætlaðist til að þeir sýndu þjóðinni það mikla virðingu að þeir myndu sjá sóma sinn í að taka hatt sinn og staf og yfirgefa Alþingishúsið okkar. STRAX og ekki  kannski, hugsanlega, gæti verið einhvern tíma ja eða aldrei.

Strax á skýrslu degi var alveg ljóst að nú á að fara í að hreinsa sjálfan sig af öllu, það á ekki að taka ábyrgð eða bekkenna mistök, það á ekki að sýna öllum þeim sem hafa orðið fyrir miklum skerðingum eftir þetta hrun neina virðingu. Það á ekki að biðjast afsökunar. Svona ef frá er talið PR- stuntið hans Björgólfs í Fréttablaðinu í morgun.

Það á ekki að endurmeta og endurskoða neitt nema á forsendum flokkana, það mun ekki verða tekin nein U beygja í hugsunarhætti og hugmyndafræði og það er sorglegra en tárum taki.

Við þjóðin höfum tekið við ÖLLUM skellinum eftir þetta hrun í formi atvinnumissis, lækkandi tekna, ofurháum lánum, hækkun matvöruverðs, skerðingar í skólum og leikskólum svo ekki sé nefnt skerðingar í heilbrigðiskerfinu.

Við erum í fullum rétti til að vera argandi brjáluð af reiði. Við erum í fullum rétti að krefjast þess að fólk segi af sér og taki ábyrgð. Við erum í fullum rétti til að krefjast að stjórnmálamenn sýni auðmýkt gagnvart þjóð sinni og virði hana nógu mikið til að fara að þessum kröfum. Því þeir eru ekki aðalatriðið í þessu máli heldur við sem sitjum uppi með himinháan reikning fyrir vörur sem við fengum aldrei.

Það er skömm af þessu í einu orði sagt. Ábyrgð og afsögn er bara léttvæg krafa.


Endir og upphaf

 Nú er annar í skýrslu og reiðin magnast bara. Það hefur komið í ljós að siðferðið og spillingin voru svo gegndarlaus í íslensku samfélagi að illa mun ganga að finna annað eins dæmi í vestrænni sögu. Í mörg ár höfum við hampað fólki sem ekki gerði annað en mergsjúga fjármálakerfið og búa sér til peninga sem voru ekki til.

Við íslenska þjóðin höfum verið höfð að algeru fífli. Við höfum að meira að segja verið gerð samsek af stjórnmálamönnum  og framármönnum í þjóðfélaginu vegna hrunsins. nú þegar skýrslan hefur litið dagsins ljós hlýtur það að verða hverjum manni kristaltært, að við þjóðin getum ekki verið dregin til ábyrgðar fyrir það að hlusta á ráðleggingar bankana í okkar persónulegu fjármálum. Ef við gátum ekki treyst fagkunnáttu þeirra, hverjum áttum við þá að treysta?

Við sitjum uppi með það í dag að allt okkar eftirlitskerfi, margir stjórnmálamenn og hrunahöfðingjar hafa slegið ryki í augun á okkur, logið að okkur, talað niður til okkar og í verstu tilfellum kallað okkur skríl. Margt af þessu hefur verið við lýði árum saman í þjóðfélaginu. Meira að segja núna eftir útkomu skýrslunnar vill fólk ekki bekkenna ábyrgð sína né stíga til hliðar. Það lítur út fyrir að það eigi að skoða skýrsluna en viðhalda sömu vinnubrögðum og hafa viðgengist áratugum saman.

Við sitjum uppi með það að verða að gera skilyrðislaus reikningskíl sem þjóð. Við sem þjóð verðum að krefjast breytinganna og endurskoðunar á kerfinu og þjóðfélaginu í heild. Við erum ábyrg fyrir því hvaða framtíð við munum eiga í þessu landi og við getum ekki treyst neinum nema okkur sjálfum til að skapa þessar breytingar.

 Við þurfum að stíga fram sem heild í samstöðu um þessar breytingar. Við þurfum að sýna duginn, þorið og kjarkinn sem þingheimur og embættismannakerfið hefur ekki til að bera. Við þurfum að vera ófeimin við að láta skoðanir okkar og langanir í ljós. Við þurfum að vera gagnrýnin og setja spurningamerki við allt og alla. Við þurfum að gera upp við okkur hvað við viljum.

Við viljum eftirfarandi:

  •  
    • Raunhæft framfærslu viðmið
    • Leiðréttingu lána
    • Gefa fólki möguleika á að semja um skuldir þrátt fyrir að vera á vanskilalista
    • Velferðakerfi sem býður fólki upp á mannsæmandi lífskjör og ekki stöðnun
    • Jöfnun á kjörum einstakra hópa innan samfélagsins s.s. sambúðarfólks, einstæðra foreldra, öryrkja og ellilífeyrisþega

 

  • Stjórnmálamenn, embættismenn og aðrir sem hafa verið viðirnir ruglið i bönkunum stigi til hliðar ekki bara af lagalegum ástæðum heldur líka siðferðis og samfélagslegum ástæðum.
  • Að dregin sé skýlaus lína á milli þess sem var og þess sem á að verða svo uppbygging sé möguleg

 

  • Neyðarstjórn samansetta af fagaðilum sem ekki tengjast spillingunni

Neyðarstjórnin hefur það markmið að taka embættiskerfið í gegn með það að leiðarljósi að starfshættir verði gagnsæir, faglegir og málefnalegir. endurskipuleggja starfshætti þingsins og gera það að verkum að frumvörp hvort sem er frá stjórn eða andstöðu fái jafna málsmeðferð. Neyðarstjórn mun einnig taka á nefndum og vinnubrögðum þeirra. Setja skýrar reglur um ábyrgð ráðherra fyrir embættissvið viðkomandi ráðherra.

  • Embættismanna kerfið tekið í gegn í heild sinni

Markmiðið er að faglega og ópólitískt verði ráðið í þær stöður sem endurráðið er í. Uppstokkun á embættum og þörf fyrir þau endurmetin. Lífsráðningar úr sögunni. Setja skýrar reglur um starfssvið og eftirlitsskyldur hverrar stofnunar fyrir sig. skýrar um hvar er hægt að draga til ábyrgðar og fyrir hvað.

  • Stjórnalagaþing

Krafa sem hefur verið uppi lengi og ekki verið mætt. Þörfin fyrir að endurskoða stjórnarskránna er enn til staðar og hefur ekki minnkað. Markmiðið á að vera að stjórnarskráin verði tekin endurskoðunar á 25 ára fresti af fagaðilum.

Þetta eru bara nokkrir punktar um óskir og langanir fyrir uppbyggingu nýs samfélags. Öllum er velkomið að koma með fleiri punkta í púkkið. Þetta kemur okkur öllum við og enginn getur firrað sig ábyrgð á uppbyggingunni.

 


Loksins upp á yfirborðið

Umræða um fátækt hefur  komið upp hér á landi áður. Margoft hefur maður heyrt talað um að hér geti fólk ekki kvartað því fátækt í hugum margra er að búa undir plastdúk í Afríku ríki og þurfa að standa í röð til að fá maísmjöl og vatn fyrir heila viku í litlu fati og brúsa.

En við erum ekki Afríku ríki og kennum okkur við vestræna velferð. Stjórnin sem nú situr hefur gengið svo langt að kalla þetta Norrænt velferðarkerfi. Þannig að öll viðmið við fátækt í Afríku eru bara bull.

Við hljótum að miða fátækt við vestrænu velferðina sem við kennum okkur við. Þannig að fátækt hér hlýtur að vera þegar að fjölskylda getur ekki borgað húsaleigu eða lán, þarf að forgangsraða hvort keyptur verði matur eða farið til tannlæknis. Hvort að borgaði eru reikningar eða skór á börnin.

Það hlýtur að vera markmið Norræns velferðakerfis að ALLAR manneskjur hafi í sig og á. Þá erum við ekki að tala um að fólk lifi í vellystingum heldur að það hafi þak yfir höfuðið, eigi fyrir mat og geti borgað fyrir þá þjónustu sem er nauðsynleg s.s. tannlækningar, læknisheimsóknir, lyf og gleraugu svo eitthvað sé nefnt.

Loksins hefur komið sá tími í Íslensku samfélagi þar sem má ræða þessa fátækt sem þó hefur verið til staðar lengi, en hefur aldrei verið tekið markvisst á. Fátækt á Íslandi hefur verið falið fyrirbæri sem ekki hefur verið rætt eða sett upp á yfirborðið. Þeir sem hafa verið fátækir hafa oftast getað reddað sér með aðstoð fjölskyldu og vina, eða smá yfirdrætti í neyðartilfellum. 

  Við þurfum að krefjast þess að á þessi verði tekið, að hér verði reiknuð raunframfærsla eins og gert hefur verið í Norrænum velferðarkerfum til langs tíma. Við þurfum að krefjast þess að þessi viðmið verði svo notuð og engin manneskja á Íslandi geti verið með laun, bætur eða lífeyri undir þessari upphæð.

Það væri fyrsta skrefið í átt að Norrænu velferðarkerfi sem hefur farið svo lítið fyrir hérlendis til margra ára.


mbl.is Fjallað um íslenska fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin svartsýni

Ekki þykir mér Ingibjörg vera neitt svartsýn í þessu máli. Það er enginn grundvöllur fyrir þessari ESB umsókn akkúrat á þessum tímapunkti í sögu lýðveldisins.

Engum hefur ekki verið kynnt neitt um ESB á hlutlausan og faglegan hátt. Bara alls ekki neitt. Þó er hægt að nálgast flest gögn á netinu eða í gegnum upplýsingaskrifstofur um málefni ESB.

Meira að segja gætum við gert okkur vel í hugarlund hvernig samning við fengjum við ESB með því að skoða samninga annarra landa. En nei hér á að fara í kostnaðarsamar aðildarviðræður sem munu enda í RÁÐGEFANDI þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Hefði ekki verið nær að taka þjóðaratkvæðagreiðslu á þetta frá byrjun og spara okkur þennan haug af peningum sem fer í umsóknarferlið?

Ekkert af því sem Samfylkingin básúnaði að myndi lagast bara við að sækja um hefur staðist. O jú reyndar er Evran að veikjast og þar af leiðandi krónan að styrkjast, en það hefur mun meira með ástandið innan ESB að gera heldur en að einhver ofurtrú sé allt í einu á krónunni.

Mér þykir Jóhanna sýna eindæma dómgreindarleysi gagnvart umsókninni að ESB og vera frekar mikið úr takti við þjóðarsálina.


mbl.is „Ingibjörg Sólrún of svartsýn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunir hverra?

Um daginn fóru Gylfi og Steingrímur til Washington og áttu fundi með AGS um málefni Íslands innan sjóðsins. Þeir fóru mikinn í að tala um að AGS hefði tekið vel í endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Þeir voru vongóðir um að áætlunin yrði endurskoðuð þrátt fyrir Icesave.

Ekki veit ég hvort Steingrímur og Gylfi séu með eindæmum einfaldir í hugsun, en mér finnst skrýtið ef þeir hafa haldið að Icesave myndi ekki skipta máli fyrir endurskoðun AGS á efnahagsáætlun landsins.

Starfsfólk AGS gæti svo sem alveg vilja endurskoðunina en það er alltaf háð vilja stjórnar AGS og fara ekki fram hjá henni í störfum sínum.  AGS þjónar ekki hagsmunum okkar sem þjóðar og eru ekki hér sem hjálparstofnun við land í neyð. Því fyrr sem við förum að átta okkur á því því betra.

Við Íslendingar settum spurningamerki við lánastarfsemi við lönd í neyð með því að segja nei við Icesave. Þetta er kerfi sem hefur verið keyrt inn á síðustu 25 árum, einmitt af stofnunum eins og AGS og fleiri. Þetta kerfi byggir á því að þjóð kemst aldrei almennilega út úr skuldavanda sínum og verður háð utanaðkomandi aðstoð og lánum til langframa. Þetta kerfi hefur einnig byggt á því sem við höfum orðin áþreifanlega vör við hér á landi, að samningsstaða lands sem þarf lánin er um það bil enginn.  Við getum verið stolt af þessu spurningamerki og eigum ekki að hnika frá því. Þarna stendur sem sagt hnífurinn í kúnni varðandi endurskoðun áætlunar okkar. Við neitum að láta allt yfir okkur ganga og krefjumst réttlátra samninga.

Starfsmenn sjóðsins sem hafa með málefni Íslands að gera hafa farið fögrum orðum um afskriftir skulda almennings við  Hagsmunasamtök Heimilanna, en á fundi með þeim hóp sem ég starfaði með um málefni AGS og efnahagsáætlun, var bara talað um að Ísland færi úr því að vera menntað þjónustusamfélag í að verða samfélag sem framleiðir hrávöru fyrir önnur lönd. Ekki var nefnt einu orði að afskriftir á hendur almenningi væru nauðsynlegar fyrir uppbyggingu Íslands.

Það hefur verið talað mikið um að Ísland komist ekki upp úr öldudalnum nema með lánum og aðstoð frá AGS. Ég er enn þeirrar skoðunar að þegar til langs tíma er litið væri heillavænlegra fyrir okkur sem þjóð að afþakka lánin og hafa eins lítið með AGS að gera og mögulegt er.

AGS er ekki að starfa fyrir okkur heldur þá aðila sem punga sem mestu inn í sjóðinn og hafa þar hagsmuna að gæta. Það er ekki verið að gæta hagsmuna þjóðarinnar nema að litlu leyti og það eigum við ekki að sætta okkur við.


mbl.is Íslandslán ekki á dagskrá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsyn neysluviðmiðs

 Almennir borgarar þessa lands eru farnir að finna fyrir efnahagsþrengingunum á eigin skinni í formi hærri skatta, hærra vöruverðs, jójó hækkunum á eldsneyti og hækkun lána svo ekki sé talað um atvinnumissi og launalækkanir. Þegar að staða fólks er orðin sú að það þurfi að standa í biðröðum til þess að fá mat fyrir sig og fjölskyldu sína, er þá ekki komin tími til að setja nokkur grundvallarspurningamerki.

Fyrsta spurningamerkið er það hvort að launastefna á Íslandi hafi ekki alltaf verið til háborinnar skammar. Þegar að fólk með vinnu þarf að standa í matarbiðröð, þá er eitthvað mikið að. Auðvitað verðum við að reikna inn forsendubrestinn sem varð á lánum fólks og ofantaldar hækkanir og lækkanir, en það er samt eitthvað áþreifanlega rangt við þetta.

Eins er undarlegt að öryrkjar og ellilífeyrisþegar skuli verða fyrir skerðingum á sínum högum í ástandinu sem nú er. Þetta fólk má alls ekki við neinni skerðingu á þeim lágum upphæðum sem því fellur til.

Einnig hefur heyrst að félagsmálastyrkur sé ekki greiddur út lengur nema viðkomandi geti sannað að hafa farið í 4 atvinnuviðtöl í þeim mánuði sem greiða á út. Þetta er að mínu mati fjarstæðukennt að fara fram á. Þeir sem hafa sótt um vinnu vita vel að af kannski 10 umsóknum fær viðkomandi eitt viðtal. Ef heppnin er með.

Við höfum tekið á okkur skerðingar á allan hátt síðustu 18 mánuði og sér ekki fyrir endann á því. Þess vegna er undarlegt að hlusta á Árna Pál tala um að auðvitað sé þörf fyrir að reikna út raunverulegt neysluviðmið, þó að það verði ekki notað. Hver er þá tilgangurinn spyr ég bara.

 Á hinum Norðurlöndunum er svona viðmið til. Það þýðir einfaldlega að manneskja, hvort sem er í launaðri vinnu, félags eða atvinnuleysis bótum, örorku,  eða ellilífeyri getur ekki farið undir X upphæð vegna þess að undir henni er ekki hægt að lifa.

Þetta er að mínu mati eitt það þarfasta sem þarf að gera á Íslandi í dag. Við hjá Frjálslynda flokknum höfum verið í vinnu með þetta undanfarið og eftir því sem við höfum getað reiknað okkur fram er ekki raunhæft fyrir neina manneskju á Íslandi í dag að fara undir 180.000 í raun framfærslu. Þarna erum við bara að tala um að ein manneskja hafi í sig og á og þak yfir höfuðið.

Þetta hefur verið atriðið sem flokkurinn hefur verið upptekin af lengi og má þar nefna frumvarp sem lagt var fram á þingi af þingmönnum flokksins um auka persónuafslátt sem myndi eyðast út við vissa upphæð en gerði það að verkum að aldrei væri hægt að fara undir vissa raunframfærslu á landsvísu. Þetta var kannski að fara bakdyramegin að leiðréttingu á framfærslunni en þegar þörfin er til staðar verður að bregðast við henni.

Við sem almenningur stöndum allavega frammi fyrir því á  áþreifanlegri hátt en áður að verða gera upp við okkur tek ég bensín eða borða ég mat. Fer ég til tannlæknis eða kaupi ég skó á börnin mín. Það versta við þetta er þó, að þegar þetta kemst loksins í umræðuna núna eftir hrun, er samt margt fólk sem hefur lifað svona árum saman í góðærinu á Íslandi.

Við erum í þeirri stöðu að við verðum að gera mjög vel upp við okkur hvað það er sem við viljum velja fyrir framtíðina okkar og við stöndum í þeim sporum að verða að velja nauðaþurftir og meira að segja velja á milli þeirra.

Við megum ekki láta það viðgangast að fólk sé að lifa undir framfærslu mörkum.


Ímyndaðar kjötbollur og loftsósa

Þetta lítur sem sagt svona út.

Ég fer í bankann og fæ x upphæð afskrifaða af láninu mínu. Þó mun ég samt líklega standa uppi með forsendubrest á láninu mínu þar sem að ég fæ hann aldrei allan afskrifaðan.  Sem sagt ég skulda ennþá miklu meira en ég gerði fyrir hrun.

Svo kemur skattmann og heimtar skatt af afskriftinni, af upphæðinni sem ég skuldaði aldrei.

Kallast þetta ekki stuldur?

Nýja Ísland verður bara betra og betra, eða hvað finnst ykkur ? Ætlum við ennþá bara að sitja heima og taka þessu öllu ?

 


mbl.is Afskriftir verða skattlagðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband