Icesave ekkert mál ?

"Så er spørsmålet – til Høglund igjen: Kunne vi funnet andre fleksible løsninger? Vår vurdering var at de ikke fantes. Hvordan har IMF opptrådt?

Til det som ble sagt her, også av Høglund, om at andre land, bl.a. afrikanske, kom bak i køen: På møtet i Den trilaterale kommisjon her i Oslo i helgen var det en brasilianer som reiste seg og utfordret meg på det forhold at islendingene – fordi de hadde blå øyne og var lyse i huden – hadde fått spesialbehandling i IMF i forhold til andre land, som kom bak i køen, og at Island var blitt spesialbehandlet inn i et opplegg. Det er ikke IMF som har holdt igjen løsningen, det er IMFs styre som ikke har gitt grønt lys, fordi britene og hollenderne har brukt den makten dét gir dem, til ikke å gi grønt lys før dette er på plass. Vi kunne ikke da begynne å utbetale det norske lånet, som var en del av den internasjonale pakken, i forkant. "

http://www.stortinget.no/no/Saker-og-publikasjoner/Publikasjoner/Referater/Europautvalget/2009-2010/091021/

þetta er úr fundargerð frá Evrópuráðsnefnd Norðmanna. Sá sem svarar er Utanríkisráðherra Norðmanna.  Þarna kemur skýrt fram að stjórn AGS láti undan þrýstingi frá Bretum og Hollendingum vegna Icesave málsins þegar kemur að endurskoðun efnahagáætlana fyrir Ísland.

Þetta er frá því í október á síðasta ári. Ég hvet ykkur til að lesa alla fundargerðina hún er mjög greinagóð.

Ég tel að Jóhanna muni ganga á vegg í sambandi við að biðla til AGS um að halda áfram með efnahagsáætlun Íslands. Þeir munu núna fara í eitthvað loðið svara ferli til að þurfa ekki að viðurkenna opinberlega að þeir láti undan þrýstingi í þessu máli.

Það má minna á það að á fundinum sem við áttum með Flanagan og Franek, klíndu þeir fyrst vandræðunum með Icesave á Norðmenn og þegar þeim var bent á  fundargerðina hér að ofan, klíndu þeir þessu á Svía. Sænski sendiherran bar það til baka samdægurs. Seinna hefur svo komið í ljós að Svíar eru hliðhollari AGs í þesu máli en búist var við.

Greinilega er Icesave mál sem skiptir engu máli fyrir neinn en virðist þó standa í veginum fyrir öllu. Athyglisvert.


mbl.is Áætlun AGS afar þýðingarmikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Lárusson

Það er ósköp eðlilegt að Danmörk, Svíþjóð og Finnland standi með IMF/AGS og ESB, enda eru þetta ESB ríki, en sameiginleg utanríkissefna þeirra var tekin upp um áramótin í kjölfar Lissabon sáttmálans. Þau hreinlega geta ekki verið með sjálfstæða utanríkisstefnu. Noregur fylgir svo nágrönnum sínum, en er þó lausari í taumi.

Jón Lárusson, 14.1.2010 kl. 22:18

2 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Sæll, Já eftir að Lissabon sáttmálinn varð virkur þá hefur ýmislegt breyst innan ESB. Það verður athyglisvert að fylgjast með framhaldinu innan ESB og þeirra breytinga sem verða vegna sáttmálans.

Ásta Hafberg S., 15.1.2010 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband