Loksins upp á yfirborðið

Umræða um fátækt hefur  komið upp hér á landi áður. Margoft hefur maður heyrt talað um að hér geti fólk ekki kvartað því fátækt í hugum margra er að búa undir plastdúk í Afríku ríki og þurfa að standa í röð til að fá maísmjöl og vatn fyrir heila viku í litlu fati og brúsa.

En við erum ekki Afríku ríki og kennum okkur við vestræna velferð. Stjórnin sem nú situr hefur gengið svo langt að kalla þetta Norrænt velferðarkerfi. Þannig að öll viðmið við fátækt í Afríku eru bara bull.

Við hljótum að miða fátækt við vestrænu velferðina sem við kennum okkur við. Þannig að fátækt hér hlýtur að vera þegar að fjölskylda getur ekki borgað húsaleigu eða lán, þarf að forgangsraða hvort keyptur verði matur eða farið til tannlæknis. Hvort að borgaði eru reikningar eða skór á börnin.

Það hlýtur að vera markmið Norræns velferðakerfis að ALLAR manneskjur hafi í sig og á. Þá erum við ekki að tala um að fólk lifi í vellystingum heldur að það hafi þak yfir höfuðið, eigi fyrir mat og geti borgað fyrir þá þjónustu sem er nauðsynleg s.s. tannlækningar, læknisheimsóknir, lyf og gleraugu svo eitthvað sé nefnt.

Loksins hefur komið sá tími í Íslensku samfélagi þar sem má ræða þessa fátækt sem þó hefur verið til staðar lengi, en hefur aldrei verið tekið markvisst á. Fátækt á Íslandi hefur verið falið fyrirbæri sem ekki hefur verið rætt eða sett upp á yfirborðið. Þeir sem hafa verið fátækir hafa oftast getað reddað sér með aðstoð fjölskyldu og vina, eða smá yfirdrætti í neyðartilfellum. 

  Við þurfum að krefjast þess að á þessi verði tekið, að hér verði reiknuð raunframfærsla eins og gert hefur verið í Norrænum velferðarkerfum til langs tíma. Við þurfum að krefjast þess að þessi viðmið verði svo notuð og engin manneskja á Íslandi geti verið með laun, bætur eða lífeyri undir þessari upphæð.

Það væri fyrsta skrefið í átt að Norrænu velferðarkerfi sem hefur farið svo lítið fyrir hérlendis til margra ára.


mbl.is Fjallað um íslenska fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þennan ræfildóm íslensks samfélags hef ég kallað stofnanaræfildóm. Það virðist enginn stjórnmálamaður hafa mannrænu til þess að skoða samfélagið eins og aðsetur fólks heldur eru allir í þessu kontóristakerfi uppteknir við að skoða dómínóáhrifin af því að fólkið með skerta atvinnugetu megi lifa með mannlegri reisn.

Þessi kvikindi segja alltaf að þetta sé brýnt úrlausnarefni en nú sé bara ekki rétti tíminn til að lagfæra.

Og bulla svo um að ríkisstjórnin sé búin að setja í gang vinnu til að undirbúa málið.

Bullandi pólitískur ræfildómur.

Allir pólitíkusar samsekir, eða flestallir.

Árni Gunnarsson, 11.4.2010 kl. 11:48

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Set þessa á Heimaklett . Kv .

Georg Eiður Arnarson, 11.4.2010 kl. 12:04

3 Smámynd: Friðrik Jónsson

Við erum svo fjarri því að vera í velferðaríki hér,stór hluti af þjóðinni var raunverulega á barmi gjaldþrots áður en allt hrundi vissi það bara ekki.

Hér á landi þarftu að hafa miklu meira fyrir því að fá að lifa mannsæmandi lífi í ellinni en í flestum ríkjum evrópu,þyrftum að taka vel á öllum ofurlaunum setja raunhæft þak á þau,til dæmis að enginn einn maður þarf meira en 5-600þ í peningum á mánuði hreinlega banna það og nota þann mismun til að hækka þá sem þurfa á því að halda.

Og losa okkur við þessa bölvuðu verðtryggingu,hún var sett á til að vernda auð ekki fólk,af hverju halda menn að hinar þjóðirnar noti hana ekki?

'

Friðrik Jónsson, 11.4.2010 kl. 12:06

4 identicon

Árni að vanda ratast þér rétt á munn. Það hefur skapast það sem ég kalla *flottar skýrslur ofan í skúffu* kerfi á Íslandi sem byggir oftar en ekki á meðaltölum og undarlegri excel leikfimi.

Georg ekkert mál settu þetta á klettinn ; )

Friðrik, verðtryggingin er og verður að mínu mati þjófnaður í vasa almennings um hábjartan dag. Hún er að mínu mati skýrasta dæmið um þá efnahagslegu óstjórn og skammsýni í efnahagsmálum sem virðist hafa verið ansi langlíf hérna.

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband