Auglýsingaherferð AGS ?

Þetta athygliverða myndband varð á vegi mínum. Ég er svona mikið að íhuga hvort AGS sé í auglýsingaherferð fyrir sjálfa sig vegna fjármálakreppunnar um allan heim. Kannski þeim vanti fleiri viðskiptavini.

 Þeir gera myndbandið og taka viðtöl við sjálfa sig í því, mjög athyglisvert.

Ég tók sérstaklega eftir að aðeins er talað um bankakerfið og stuðning við krónuna í þessu myndbandi. Hvorugt hefur náð sér á strik, eru þá forsendur fyrir þessu láni brostnar? Kannski bara tími til komin að fara að skila því? Einnig hjó ég eftir að hvergi er verið að tala um fólkið í landinu að neinu marki. Kannski við skiptum  ekki máli ?

Þetta er að þeirra mati greinilega viðskipti, krónur og aurar og útkoman verður að vera rétt undir strikinu. Þetta er engin góðgerðarstofnun og þeir eru ekki að lána okkur pening svo þjóðin geti átt sómasamlegt líf hér.

Myndbandið í heild: http://www.imf.org/external/mmedia/view.asp?eventID=1329


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér sýnist vandi þjóðarinna í efnahagsmálum vera tvíþættur um stærstu atriði. Það fyrra er bankahrunið með öllum sínum skelfilegu afleiðingum. Hið síðara aðkoma IMF og hvatleiki þeirra við að brjóta niður afganginn af þeim fyrirtækjum sem áður voru lífvænleg með vaxtaokrinu. En nú segja talsmenn þessa sjóðs að þeir hafi enga aðkomu haft þar. Undarlegur misskilningur!

Og nú er ríkisstjórnin búin að gefa þýskum stjórnvöldum loforð um að greiða allt sem íslenskir þjófar stálu af þeim en ekkert spyrst til þjófanna enn.

Ríkisstjórn þeirra Jóhönnu og Steingríms fer í einu og öllu eftir skipunum frá öðrum þjóðum og hótunum um að spilla hinu góða samstarfi við IMF.

Okkur vantar ekki fleiri pólitíkusa á Íslandi en okkur sárvantar menn.

Árni Gunnarsson, 1.6.2009 kl. 10:30

2 identicon

Árni, eins og oft áður ratast þér rétt á munn. Ég ætla að ganga svo langt að segja að okkur vantar menn eða konur sem ÞORA að taka ákvarðanir skýrt og skorinort án málalenginga. Í raun ættum við að henda þessu stjórnarformi sem nú er til staðar tímabundið og setja á ákvarðananefnd fagaðila og fólks með hugmyndir og láta þau gera þetta.

Svona einhvers konar neyðar kaos uppbyggingar teymi.

Ásta (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 10:54

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Tókstu eftir myndbrotunum líka? Það var aðeins sýnt eitt þéttbýli, Reykjavík. Rýkjavík virkaði algert þorp og mannlíf afar fátæklegt. Eini atvinnuvegurinn sem var sýndur var fiskveiðar. Fiskveiðiflotinn skv. myndbandinu eru smábátar. Hins vegar eru nokkrar náttúruperlur á landinu en þær eru allar langt frá byggðum bólum. Vantsorkan liggur greinilega víða skv. myndbandinu...

Kannski er ég svona tortryggin en mér finnst þetta stórskrýtið myndband!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.6.2009 kl. 11:44

4 identicon

Hahaha veistu Rakel ég var einmitt að hugsa þetta meðan ég horfði á myndbandið, þorði hreinlega ekki að skrifa það. þá er maður öfga samsærismanneskja sem er eitthvað sem ég gef mig ekki út fyrir að vera. Aftur á móti verður maður að horfa gagnrýnum augum á hlutina og setja spurningamerki, sérstaklega í dag og þegar það varðar þjóðarheill.

Ásta (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband