Misskilda Norræna velferðakerfið á Íslandi

Við gengum til kosninga í lok apríl eftir miklar hamfarir. Það sem við fengum út úr því var vinstri stjórn sem lofaði norrænu velferðakerfi.

Eitthvað hafa þau Jóhanna og Steingrímur misskilið hið norræna velferðakerfi. Kannski þau hafi hreinlega ekki kynnt sér hvað svoleiðis kerfi býður upp á. Ég bjó í einu ágætis norrænu velferðakerfi í mörg ár og verð að segja að það sem nú gerist hér á landi er alger andhverfa slíks kerfis.

Bara svo það sé á hreinu þá gengur norrænt velferðakerfi út á jöfnuð og lífsskilyrði fólks í landinu. Það gengur út á að heildin geti lifað af í samfélaginu og eigi fyrir nauðsynjum. Til nauðsynja myndu teljast húsnæði, hiti, rafmagn, vatn og matur og oft á tíðum menntun og læknisþjónusta. Allavega svona í nútímasamfélagi.

Fyrir kosningar fóru bæði Jóhanna og Steingrímur fögrum orðum um þetta fína kerfi sem þau myndu standa fyrir að byggja upp. Því miður hefur það sýnt sig að vera loftbóla að öllu leyti. Á okkur dynja hækkanir allsstaðar og ekki sér fyrir endann á þeim.

Fyrir mína fjölskyldu þýðir það, þó við höfum verið ágætlega aðhaldssöm í fjármálum, keypt ódýrt hús (sem hækkaði um 3.7 mill á nýja fasteignamatinu)  o.s.fr. að mjög líklega munum við enda í frystingu, lengingum og togunum með húsnæðislán, segja upp öllum tryggingum sem eru ekki bílatrygging og svo framvegis.

Með nýju fínu bensínhækkununum þýðir þetta að það borgar sig ekki fyrir mig að keyra í vinnuna upp á Egilsstaði daglega sem mun líklega enda með að ég hætti í vinnu.

Þetta eru framtíðarhorfurnar á mínu heimili.

Ég gæti sætt mig við þetta allt og tekið ábyrgð á þessu ef ég hefði farið hamförum í fjármálasukki og útrás og þetta væri sjálfri mér að kenna, en það gerði ég ekki og núna er ég svo reið að steininn í maganum á mér stækkar bara og stækkar.

Ég vil persónulega þakka fyrri og núverandi stjórnvöldum fyrir að plan B heima hjá mér þessa dagana er að flytja erlendis aftur, þó að ég hafi komið heim til landsins míns fagra vegna ættjarðarásta og ætlaði ekki aftur út.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þér fyrir þessa ágætu áminningu. Velferðarkerfið hér hefur að mörgu leyti verið í molum í góðærinu (sbr. tannskemmdir barna) og ekki á það eftir að batna. Flutningur úr landi er að verða raunhæfur kostur.

Við þurfum ekki að frysta eða neitt svoleiðis enda langt síðan við keyptum húsnæðið. En hvað, fasteignamatið hjá okkur hækkaði um 10 milljónir. Þýðir verulega hækkun á fasteignagjöldum.

Það verður þjarmað að öllum og einungis ræningjarnir geta lifað mannsæmandi lífi hér í framtíðinni. Láttu þér ekki detta í hug að þeir skammist sín. Bjarni Ármanns mættur á svæðið til þess að róta í rústunum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.6.2009 kl. 11:40

2 identicon

Óbragðið í munninum á mér er orðið ansi biturt. Samt held ég í einhverja veika von um að þingheimur vakni til dáða. Hve sjúkt er það?

Ásta H. (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 11:50

3 identicon

Sæl.

Íslenskt velferðarkerfi er til en það er bara í vösum þeirra sem að koma nærri stjórnsýslunni í landinu. Allir sem að vinna fyrir ríkið hafa haft alls kyns sposslur og svo framvegis.

En grunnþjónustan er ekki fyrir hendi nema að þú eigir pening og þú þarft að eiga ágætispening til að njóta hennar,

Þetta er Ísleneka velferðarkerfið hans Steingríms og hennar Jóhönnu. Þau hafa nóg fyrir sig en ég og þú. Það er önnur Ella, !

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 12:55

4 Smámynd: Kristinn Arnar Guðjónsson

Sæl Ásta

Takk fyrir daginn í gær. Haltu áfram baráttunni. Ég held áfram að hjóla...

Kv.

Kristinn sirkill (hringfari) 

Kristinn Arnar Guðjónsson, 29.6.2009 kl. 09:41

5 identicon

Sæll Kristinn,bara gaman í gær á Uppló og tjaldsvæðinuog kærar þakkir fyrir ísinn ; ). Held áfram að berjast fram í rauðan dauðann hmm.

Gangi þér vel það sem eftir er að hjólaferðalaginu og ekki skylja lýsispollana eftir út um allt hehe.

Kær kveðja

Ásta

Ásta H. (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband