Tækifæri enn til staðar?

Það er kannski að nú fari ríkisstjórnin að vakna til lífsins þegar kemur að fyrirtækja og atvinnusköpun á landsvísu. Það verður ekki hægt að rétta þetta af með mannaflsfrekum framkvæmdum eða bara stóriðju.

Nú þarf, og hefði þurft, strax eftir kosningar að fara í uppbyggingu smærri lífvænlegra fyrirtækja sem geta verið í verðmæta sköpun´á einhvern hátt. Eitt er víst að nóg eigum við af mannauði, fólki með góðar hugmyndir sem þarf ekki mikið til að ýta úr vör. Við erum þjóð sem erum auðug af þessari auðlind og eigum að nýta hana til hins ýtrasta í þessu ástandi.

Með því að vinna saman sem heild, hvort sem er ríkisstjórn, ráðaneyti, almenningur, bankar og lífeyrissjóðir þá ætti þetta að vera létt verk og löðurmannlegt. En það þýðir líka að þessi kreddukerfishugsunarháttur verður að víkja fyrir óhefðbundnum lausnum á vandamálunum.

Meginmarkmið okkar núna ætti að vera innlend framleiðsla, gjaldeyrisskapandi og atvinnuskapandi til lengdar. Sjálfbærni landsins er líka nauðsynleg, og þá meina ég ekki að við förum aftur að vafra um í sauðskinnsskóm landshluta á milli og búum í torfkofum, heldur sjálfbærni á nútímavísu. Það er alveg hægt að vera sjálfbær í dag og vera samt ennþá frekar flottur í alþjóðasamfélaginu. Er ekki meiri akkur fyrir okkur að koma okkur út úr þessu ástandi á okkar eigin forsendum og af eigin krafti heldur en að þurfa að vera háð utanaðkomandi aðilum til lengri tíma?

Hvernig væri nú að við einhentum okkur í þetta? Við höfum sem þjóð verið í alls kyns bagalegum aðstæðum áður. Af hverju ættum við ekki að geta byggt upp saman aftur?


mbl.is Ríkið komi til móts við sjóðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband