Töpum við einhverju fleira ?

Ég er orðin svo þreytt á Icesave, eins og ég býst við að þorri þjóðarinnar sé, en þetta er mál sem við megum ekki verða þreytt á og verðum að standa vörð um að verði meðhöndlað rétt.

1. Við erum einum flokki fyrir ofan ruslflokk hjá matsfyrirtækjunum.

Ok þessi matsfyrirtæki fá borgað fyrir að gera mat. Hver er að borga þeim fyrir að gera mat um Ísland í dag? Er það AGS? Ef svo er þá er það ekki trúverðugt því að AGS og flest matsfyrirtækjanna hafa verið gagnrýnd fyrir of nána samvinnu um áraraðir. Það mikla samvinnu að hún hafi "búið" til fjármálakreppur á ýmsum stöðum í heiminum.

2. Talað er um að höfnun á Icesave muni hafa vond áhrif á samskipti okkar við Breta og Hollendinga.

Urðu samskiptin ekki vond um leið og "vinaþjóð" okkar setti á okkur hryðjuverkalög? Hafa þau eitthvað batnað? Hefur Jóhanna ekki fengið svör seint og illa við sínum bréfum ? Hafa verið nokkur samskipti á milli landana yfirhöfuð þegar kemur að þessu máli á langan tíma? Hverju mundum við tapa? Samskiptum sem hafa nú þegar liðið óbætanlegt tjón.

 Það eru vafaatriði þegar kemur að Icesave og það eigum við að keyra á. ESB reglugerðin er ekki skýr hvað varðar að ríki yfirtaki skuldir af þessu tagi. Ingibjörg talar sjálf um Brussel viðmiðin í sínu minnisblaði. Við urðum fyrir algeru bankahruni, hvernig getur reglugerð sem þessi yfirhöfuð dekkað það?

Stjórnvöld okkar hafa því miður málað okkur út í horn með þetta mál. Það voru tækifæri til að núllstilla málið og byrja upp á nýtt en þau voru ekki nýtt. Núna verðum við að vona að málið verði fellt í þinginu okkar og við getum á þann hátt núllstillt máli og tekið slaginn um það.

Staðreyndin er að Icesave eitt og sér er ekki ástæða þess að hér er enginn Skjaldborg, að hér eru skattahækkanir og niðurskurður sem mun rúa okkur inn að skinni. Staðreyndin er að AGS stendur mun meira þar að baki alveg eins og stjórn AGS setti Icesave sem fyrirvara í efnahagsáætlun okkar vegna þrýstings frá "vinaþjóðum" okkar.

Þetta botnar allt í réttlæti, réttlátri málsmeðferð og réttlæti í afborgunum. Meira býst ég ekki við að við séum að biðja um.

Gleðileg jól og ekki gera ekki neitt. Wink

 

 


mbl.is Útiloka ekki að Icesave verði hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér hér  Ásta mín.  Við erum í endalausum lygavef stjórnvalda. Og nú er ég hrædd um að verið sé að undirbúa komu Ingibjargar Sólrúnar í forsætisráðherrastólinn, það er farið að hitna undir Jóhönnu og komnar sögur á kreik um að hún fari frá eftir áramót.  Þá þarf að hvítþvo frúna, svo hún geti tekið við.  Samfylkingin er þúsund arma kolkrabbi, sem ekki er hægt að losna við svei mér þá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2009 kl. 12:56

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Sæl Ásta. Mér finnst engin kurteisi að tala um 'lygavef stjórnvalda' einsog Ásthildur gerir hér. Ég vissi ekki að Jóhann væri á förum útúr ríkisstjórninni og það er ótrúleg saga að ISG sé næsti forsætisráðherra. (talandi um spuna). Hinsvegar má hún tala um Samfylkinguna sem vandamál útaffyrir sig en ég get ekki séð að það standi í röðum gæfusamari riddarar að redda málunum en nú fara með ráðin.

Mér sýnist ekki að þeir fari með völdin enda er þingið á aðra röndina búið að hefta stjórnina mörgum sinnum og AGS á hina röndina með skilyrði sem enginn hægðarleikur er að koma í móti. Sennilega er ástandið alvarlegra en svo að stjórnvöld geti tjáð það án þess að missa trúverðugleika (= völd)enda er sannleikurinn oftast lýginni líkastur. -

Eiginlega tek ég út fyrir að verja stjórnvöld. Það er hinsvegar enginn sem sannfærir mig um að til séu "betri ráð" til skamms tíma. Allar ákvaðanir eru umdeilanlegar en verri er ákvarðanafælnin. Stundum þarf að taka erfiðar ákvarðanir.

Gísli Ingvarsson, 21.12.2009 kl. 14:05

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

já það er makalaust hvað orðbragð er notað hér á síðum, lygavefur, landráðamenn, svikarara og ég veit ekki hvað.  Svo finnst mér líka hvað ´mikið um hvað fólk er borubratt og sama um hvort þjóðir heims loka á okkur, lánshæfismat fer í ruslflokk og hvað þetta allt heitir. Það verður líklega annað hljóð í strokknum ef það verður úr að Icesave verður hafnað og við lokumst inni með krónuna okkar og getum ekki haft viðskipti við önnur lönd. Þá fæ ég ekki blóðþrystingslyfin mín til dæmis og fleiri verða þá varir við of háan blóðþrýsting er ég hrædd um með öllum þeim hættum em honum fylgja, og svo mun okkur þá vanta bensín á bílana og hvað eina nei annars án gríns má ég þá biðja um að standa við samninga, fara í ESB og hvaðeina.  En ég er nú víst ein af landráðamönnunum í samfélaginu og úthrópuð stundum á blogginum fyrir vitleysisgang og ég veit ekki hvað.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 21.12.2009 kl. 14:34

4 identicon

Til ykkar allra sem hafið skrifað hér. Ég kalla engan landráðsmann eða spunafólk. Ég trúi því að fólk sé að vinna af heilindum miðað við sína sannfæringu, svo langt sem hún nær.

Ég mæli með því að fólk kynni sér málefnalega bæði Icesave, AGS og ESB áður en það fer að úthella einhverju um alger höft og sauðskinnskó ef þessi samningur verður felldur.

ÞAð er hægt að nálgast fullt af upplýsingum um þetta allt bæði á netinu og á bókasöfnum.

Fólk ætti frekar að vera að spyrja sig hvernig verður þetta með samþykkt á Icesave? Hvernig verður framtíð Íslands með AGS innanborðs? Hefur eitthvað af því sem Samfylkingin talaði um í sambandi við ESB fyrir kosningar staðist?

Krónan hefur ekkert styrkst og samkvæmt AGS mun hún vera svona eins og hún er núna næstu 10 árin eða svo. Í Central Bank of Europe stendur ennþá að síðasta gengi íslensku krónunnar sé tekið í desember 2008.

Í dag er alveg á hreinu að fjórflokkurinn í heild stóð ekki undir því challenge sem þeir stóðu fyrir frama eftir þetta hrun. Hvaða flokkur gerði hvað með hverjum hvenær og hvernig skiptir engu máli þegar þeir gátu ekki tekið sig saman í andlitunum og unnið saman að þeim málum sem liggja fyrir i þessu árferði.

Ásta Hafberg S. (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 22:24

5 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Tek þetta ekki til mín enda hef ég svo sannaræeg kynnt mér þetta allt. Finnst það eiga að gefa stjórnvöldum frið til að reyna að koma skikki á þetta frekar en þessu málþófi áróðri og rugli.Við eigum svo sannarlega heimaí ESB enda tilheyrum við Evrópu.  Gjaldmiðillinn er helsta ástæðan.

Gleðleg jól annars.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 21.12.2009 kl. 22:31

6 identicon

Þórdís mér finnst athyglisvert hvernig þú setur þetta upp.

ESB innganga er ferli sem tekur óhemju tíma, kannski ekki aðildarviðræður sjálfar, nema þegar kemur að landbúnaði og fiskviðum. En allt ferlið í kringum upptöku Evru er langt og strangt og ekkert hlaupið að því að fá skömmina. Við þurfum fyrst að koma verðbólgu niður fyrir vissa tölu sem mig minnir að hangi einhversstaðar í kringum 4 %, þegar það er gert þurfum við að tengja krónuna við Evruna í minnst 2 ár í gegnum EMU II samvinnuna, meðan á því stendur má gengi krónunnar ekki fara meira upp eða niður en 0,15%.

Áætlanir AGS miða ekki að því að gengi krónunnar lækki né að stýrivextir lækki, þar með ekki verðbólgan að heldur, nema að litlu marki.

Hvernig á þetta að hanga saman?

Ásta Hafberg (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 07:17

7 identicon

Gleðileg Jól

Því miður sé ég ekki annað en helfrost í íslensku efnahagslífi næstu árin og gífurlega erfiðleika heimila og fyrirtækja og afgreiðsla fjárlaga sem ég fylgdist með í sjónvarpinu minnti um margt á lausafjáruppboð hjá Sýslumanni.  Ef einhver hefur lesið viðtal við Margeir Pétursson eiganda MP banka sem hvergi féll blettur á í hruninu þá hefur hann sömu sýn og ég á næstu ár en enginn stjórnmálamaður né Seðlabankinn nota sömu gleraugun?

Svo mikill var hraðinn á afgreiðslu Fjárlaga að samþykkt var að afnema sjómannaafslátt á næstu 4 árum án þess að ræða við sjómenn eða útgerðamenn sem er ekki samkvæmt stjórnsýslulögum og næsta víst að á nýju ári leggja sjómenn ekki úr höfn án nýrra samninga vegna þessarar kjaraskerðingar.  Ríkisstjórnin virðist líka alveg hafa gleymt stéttarfélögum og taka með í reikninginn harða launaleiðréttingu heimilanna og hvernig ber að reikna slíkt inn í hagspá?    Núverandi Seðlabankastjóri upplýsti nýlega að krónan mundi ekki rétta úr sér gagnvart öðrum gjaldmiðlum hugsanlega næstu áratugina og hvað þýðir slíkt fyrir launafólk?

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband