Færsluflokkur: Bloggar

Icesave ekkert mál ?

"Så er spørsmålet – til Høglund igjen: Kunne vi funnet andre fleksible løsninger? Vår vurdering var at de ikke fantes. Hvordan har IMF opptrådt?

Til det som ble sagt her, også av Høglund, om at andre land, bl.a. afrikanske, kom bak i køen: På møtet i Den trilaterale kommisjon her i Oslo i helgen var det en brasilianer som reiste seg og utfordret meg på det forhold at islendingene – fordi de hadde blå øyne og var lyse i huden – hadde fått spesialbehandling i IMF i forhold til andre land, som kom bak i køen, og at Island var blitt spesialbehandlet inn i et opplegg. Det er ikke IMF som har holdt igjen løsningen, det er IMFs styre som ikke har gitt grønt lys, fordi britene og hollenderne har brukt den makten dét gir dem, til ikke å gi grønt lys før dette er på plass. Vi kunne ikke da begynne å utbetale det norske lånet, som var en del av den internasjonale pakken, i forkant. "

http://www.stortinget.no/no/Saker-og-publikasjoner/Publikasjoner/Referater/Europautvalget/2009-2010/091021/

þetta er úr fundargerð frá Evrópuráðsnefnd Norðmanna. Sá sem svarar er Utanríkisráðherra Norðmanna.  Þarna kemur skýrt fram að stjórn AGS láti undan þrýstingi frá Bretum og Hollendingum vegna Icesave málsins þegar kemur að endurskoðun efnahagáætlana fyrir Ísland.

Þetta er frá því í október á síðasta ári. Ég hvet ykkur til að lesa alla fundargerðina hún er mjög greinagóð.

Ég tel að Jóhanna muni ganga á vegg í sambandi við að biðla til AGS um að halda áfram með efnahagsáætlun Íslands. Þeir munu núna fara í eitthvað loðið svara ferli til að þurfa ekki að viðurkenna opinberlega að þeir láti undan þrýstingi í þessu máli.

Það má minna á það að á fundinum sem við áttum með Flanagan og Franek, klíndu þeir fyrst vandræðunum með Icesave á Norðmenn og þegar þeim var bent á  fundargerðina hér að ofan, klíndu þeir þessu á Svía. Sænski sendiherran bar það til baka samdægurs. Seinna hefur svo komið í ljós að Svíar eru hliðhollari AGs í þesu máli en búist var við.

Greinilega er Icesave mál sem skiptir engu máli fyrir neinn en virðist þó standa í veginum fyrir öllu. Athyglisvert.


mbl.is Áætlun AGS afar þýðingarmikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave fordæmisgefandi?

Eftir að hafa fylgst með viðbrögðum í Bretlandi við synjun forseta Íslands á Icesave lögunum, sit ég með blendnar tilfinningar.

Það er greinilegt að aðalatriðið fyrir Brown og Darling er að þröngva okkur inn í samninginn sem þeir settu upp, og er illviðráðanlegur fyrir okkur, kosta hvað það vill. Þeir eru tilbúnir að setja fótinn fyrir okkur í aðildarviðræðum við ESB og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stoppa AGS í þeirra áætlunum. Það er meira að segja gengið svo langt að okkur er hótað fjárhagslegri og pólitískri útilokun ef við göngum ekki að afarkostunum þeirra.

Svo er það hinn pólinn, leiðarar í virtum Breskum fjölmiðlum þar sem Brown og Darling eru í raun úthúðaðir fyrir hörku og ósveigjanleika. Þar sem réttmæti okkar málstaðar kemur skýrt fram og er tekið undir hann. Í flestum greinum sem hafa verið skrifaðar er einn punktur sem er gegnumgangandi og það er réttmæti þess að almenningur landa þurfi að taka á sig skuldir einkafyrirtækja, hvort sem það er Ísland eða einhver önnur lönd.

Kerfið hefur verið byggt upp á hátt sem gefur almenningi ekkert val og lönd í fjárhagsörðugleikum verða að taka því sem þeim býðst sem í flestum tilfellum eru áætlanir sem taka ekki tillit til almennings. AGS hefur sett upp fjárhagslegar aðgerðaáætlanir til handa þeim löndum sem hafa lent í okkar stöðu og hafa ekki haft almenning í fyrst sæti. Lánaskilmálar sem hafa verið á gangi taka heldur ekki tillit til almennings.

Einnig má alveg gagnrýna að eftirlitskerfið bæði í Evrópu og hér brást algerlega, og ekki er verið að taka ábyrgð á því.

Gæti málið verið að ESB, AGS, Brown og fleiri séu svona heiftugir vegna eigin hræðslu? Það hlaut að koma tími þar sem einhver setti spurningamerki við réttmæti þess að almenningur eigi að taka á sig skuldir einkafyrirtækja. Það hlaut að koma að því að einhver setti spurningamerki um kosti þeirra samninga sem löndum í efnahagslegum erfiðleikum er boðið upp á.

Þetta spurningamerki vorum við að setja og þetta spurningamerki er fordæmisgefandi fyrir þau lönd sem koma á eftir okkur í fjárhagsörðugleikum. Þetta er spurningamerki sem við sem þjóð getum verið stolt af að hafa sett inn í alþjóðasamfélagið.

Það var tímabært að það yrði gert. Fyrir okkur og þá sem koma á eftir okkur.


mbl.is Lettar taka upp hanskann fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á dauða mínum átti ég von....

Ég verð alveg að viðurkenna að ég hafði ekki á nokkurn hátt gengið út frá að Forseti Íslands myndi synja Icesave lögunum.

Ég átti von á því að enn einu sinni yrði ekki staðið upp fyrir þessa þjóð. Það hefur ekki verið gert frá byrjun hruns og hefur hingað til verið talað fyrir daufum eyrum þegar það hefur borið á góma.

Í dag stóð Forsetinn upp og má hann eiga heiður og virðingu fyrir það.

Við höfum staðið í erfiðum málum áður og getum það líka núna. Okkar innra kerfi virkar ennþá sem er óvenjulegt í kreppuástandi.

Það er ennþá lagalegur vafi, þann vafa eigum við að nýta okkur.

Við eigum og okkur ber skylda til að sameinast um þetta mál eins og öll önnur stór og erfið mál sem eru í gangi í samfélaginu í dag.

Við erum lítið land og í því felast tækifæri.

Í dag finnst mér við vera á réttri leið.

 

 


mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave enn og aftur

Það er athyglisvert að horfa á það hvernig allt snýst nú upp í flokkslínur um leið og Forsetinn hefur ákveðið að taka sér umhugsunartíma um málið. Á báða bóga ganga ásakanir og bull. Spunameistarar á báða bóga fara mikinn um óheilindi þeirra sem er í hinu "liðinu".

Hvort að þetta sé allt leikaraskapur og Forsetinn hafi alltaf ætlað að skrifa undir er ekki gott að segja og ekki mitt hlutverk.

Ef hann skrifar ekki undir og Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu, mun það versta sem gerist vera það að við höfum samþykkt upprunalegan samning með upprunalegum fyrirvörum Alþingis. Verra er það ekki.

Það yrði ansi erfitt fyrir Breta og Hollendinga að fara að þvinga þann samning út af borðinu. Hvers vegna ? jú vegna þess að þetta hefur tekið meira en heilt ár, samningurinn hefur fengið mikla umfjöllun og þegar hann var samþykktur inn á þingi í sumar þá var það með ágætis samvinnu að baki á milli allra flokka.

Í raun hefði málið átt að vera dautt þarna. Hvernig geta Bretar og Hollendingar ætlast til að Alþingi annarrar þjóðar fari að snúa öllu á hvolf bara af því að þeir eru ekki alveg að fíla þetta.

Að mínu mati snýst Icesave ekki um hvort það eigi að borga eða ekki. Reyndar er það ennþá vafaatriði en fyrst ekki var farið fyrir dómstóla í byrjun þá er ansi erfitt að ætla að gera það núna.

Það snýst um heiður þjóðar sem gerði ekkert af sér annað en að vinna, lifa og sofa. Þetta snýst um að nokkrir aðilar fengu að leika lausum hala í fjármálaheiminum og eru þeir nú svo heppnir að geta skilið skuldina eftir hjá okkur vegna grandvaraleysis eftirlitsbatterísins í heild.

Þetta snýst um réttlæti til handa okkur sem vorum ekki að flippa út í viðskiptum og milljarða tölum en sitjum nú uppi með forsendubrestinn og kjaraskerðinguna um ókomin ár. Þetta snýst um a samningar þeir sem nú á að demba á okkur sé þannig úr garði gerðir að við sem þjóð þurfum ekki að kveðja velferðarkerfið endanlega.

Þetta snýst um hryðjuverkalög á eina af fáum þjóðum heims sem er ekki einu sinni með her. Þetta snýst um að þjóðinni finnist  að stjórnmálamenn okkar séu algerlega ótengdir þjóðinni og hafa ekki staðið upp fyrir okkur.

Öll mál í þjóðfélaginu eru samtvinnuð í dag, það er ekki hægt að gera eitt og sleppa öðru. Það er heldur ekki viðeigandi að þjóðin fái það á tilfinninguna að flokkarnir skipti meira máli en almannaheill.

Það er nokkuð ljóst eftir þetta ár að Utanþingsstjórn er  málið, reyndar bara einhver stjórn þar sem flokkarnir fá ekki að gera sömu vitleysurnar aftur og aftur. þar sem flokkarnir geta ekki haldið áfram valdabaráttu og skotgrafarhernaði á báða bóga.

 

 

 

 

 


3ja bréf AGS hópsins til Strauss Kahn

Reykjavík, 29. desember 2009.

Mr. Dominique Strauss KhanManaging DirectorThe International Monetary FundWashington, D.C., 20431U.S.A. Mr. Strauss Kahn: We would like to express our appreciation for an educational meeting we had with Mark Flanagan on the 4th of December 2009.

We have included a narrative of the meeting in this letter. The meeting yielded many interesting insights. However, despite sitting with us for almost two hours Mr. Flanagan failed to explain to us all the aspects of IMF’s policy regarding Iceland.

In fact, the meeting left more questions unanswered than answered. We consider several aspects of IMF’s program unrealistic. We suspect that this fact is clear to the IMF’s representatives. That raises the question whether the approach, developed by the IMF, is political in nature rather than economical.

Is it possible that it is clear both to the Icelandic government and the IMF that the program developed by them has no basis to stand on? If that is the fact, what will then be the future of the Icelandic nation?

As the Icelandic bank collapse will most likely be used in all future textbooks about economics, the reputation of IMF is now directly linked to the outcome of the crisis in Iceland.We hope that you as an experienced politician fully understand our concerns. You probably understand our fear that Iceland will become a low-income country, relying on the production of aluminum and fish for our creditors.We therefore reiterate our invitation to you to meet with us in person at a venue of your choice. Best regards,On behalf of group Gunnar Sigurðsson  Please respond to:Open Civil meetings

Hér að ofan er 3ja bréf okkar til Strauss Kahn framkvæmdastjóra AGS. Það er mikilvægara nú eftir afgreiðslu Icesave en nokkurn tíma áður  að fá skýr svör frá þessari stofnun. Svör í sambandi við á hverju þeir byggja efnahagslegar áætlanir sínar fyrir Ísland.

Það sem fram hefur komið í samskiptum við sjóðinn er meðal annars:

  •  Að stjórn AGS stóð á bak við að setja Icesave sem skilyrði inn í okkar áætlun vegna þrýstings frá Bretum og Hollendingum
  • Að áætlanir þeirra um viðskiptajöfnuð og skattatekjur byggja á "goal seeking" í Excel
  • Að Íslensku ríkisstjórninni er í sjálfvald sett hve mörg ár hún tekur í niðurskuð og skattahækkanir  
 Margt fleira hefur komið fram í samskiptum okkar við þennan sjóð og hvet ég fólk til að kynna sér fundargerðir og fyrri bréf til sjóðsins.Það er allt hér á blogginu hjá mér. 1. bréfið til Strauss Kahn: http://thjodarsalin.blog.is/blog/thjodarsalin/entry/974168/  Svarbréf Strauss Kahn til okkar: http://www.imf.org/external/np/vc/2009/111209.htm  2. bréf okkar til AGS: http://thjodarsalin.blog.is/blog/thjodarsalin/entry/986858/ Fundargerð: http://thjodarsalin.blog.is/blog/thjodarsalin/entry/992447/

Sandkassinn ojbara

Ég eins og margir aðrir horfði á Alþingi okkar Íslendinga afgreiða Icesave í gær. Ég horfði á þetta og upplifði sandkassaleik af verstu gerð um eitt mikilvægasta mál okkar Íslending.

Ekki nóg með að allt síðasta ár hafi maður þurft að horfa upp á mis ófagleg og ómálefnaleg vinnubrögð af hálfu flokkana. Starf stjórnarliða fálmkennd og miðuð að því að halda hægrisinnuðustu vinstristjórn í heimi við völd. Að sama skapi stjórnarandstaða sem hefur "þóst" ekki vera að reyna að koma þessari stjórn frá.

Hvernig geta þau haldið að þjóðin sameinist á bak við þingið okkar þegar þeim hefur ekki einu sinni tekist að sameina sjálf sig? Hvernig eigum við að geta treyst því að hagur þjóðarinnar sé í 1. sæti, þegar upplifunin er að flokkarnir skipti meira máli en við?

Í gær horfði maður á velmenntað og mjög líklega ágætlega gáfað fólk fara í pontu, blammera hvort annað og mótflokka, blammera fyrri stjórnir, ákvarðanatökur í fortíðinni, tala um kaleika og Krist, vísa ábyrgð yfir á hinn og þennan, afsaka jáin eða neiin. Þetta var mildast sagt aumkunarvert í alla staði.

Fólk ætti að fara að skilja að þetta mál hefur ekkert með flokkspólitík að gera. Það er aukaatriði í hvaða flokki fólk er, aðalatriðið var að fara faglega og málefnalega í þetta mál eins og mörg önnur mál sem hafa með hag þjóðarinnar að gera.
Aðalatriðið var að þjóðin fengi þá tilfinningu að það væri verið að þjappa henni saman, að hún væri ekki skilin eftir út í kuldanum með allar skuldirnar og hjálparúrræði sem eru vanhugsuð og ganga ekki nógu langt.

Þjóðin þurfti að fá að skynja að réttlæti, siðferði og heiður hennar væri einhvers virði.
Því miður skynjuðu alþingismenn það ekki og tóku flokkinn "sinn" fram yfir málefnið.

Það hefði verið allt í lagi ef umræðan hefði verið um kynjakvóta eða hvort byggja ætti brú yfir einhvern læk. En hér erum við að tala um mál sem hefur mun víðtækari afleiðingar og mun vera stór hluti af því að skerða lífsskilyrði okkar til muna um ókomin ár.

Það sem stendur upp  úr hjá mér er að þingið þorði ekki að standa með þjóðinni. Að þingið þorði ekki að ganga gegn flokksræði á kostnað þjóðarinnar.

Aumkunarvert.


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagaðilar slegnir út af borðinu...aftur

Það er alveg með ólíkindum að öll skjöl sem kom fram í þessu máli, skipta ekki máli fyrir meginefni Icesave.

 Er faglegt að afgreiða allt af borðinu á þennan hátt?

Er á nokkurn hátt málefnalegt að afgreiða allt af borðinu á þennan hátt?

Hvers vegna er kallað eftir álitum hinna og þessa fagaðila ef það skiptir svo engu máli fyrir afgreiðslu málsins yfirhöfuð?

Er það ekki út yfir allan þjófabálk að ætla að stjórna heilli þjóð á þennan ófaglega og ómálefnalega hátt? Sérstaklega á tímum þar sem að þetta land þarf á öllu að halda sem getur komið því í betri stöðu og upp úr forarpyttinum.

Einhversstaðar á þessu heila ári sem liðið er frá hruni hef ég misst alla trú á þingið okkar, ráðherra og þingmenn. Mér finnst meginatriðið vera orðið að halda hér við líði hinni fyrstu hreinu vinstristjórn í sögu landsins á kostnað íbúa landsins.

Það er bara engan veginn réttlátt gangvart okkur sem höfum bara lifað okkar venjulega lífi, á venjulegu launum og í raun ekki gert neitt rangt, nema ef vera skildi að velja að búa hér.

 


mbl.is Meginefnið liggur skýrt fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líf okkar á vogarskálum

Það er verið að keyra okkur út í horn sem þjóð.

Við horfum fram á skattahækkanir og niðurskurð í velferðakerfinu næstu árin. Norræna velferðakerfið er eitthvað sem við Íslendingar munum geta látið okkur dreyma um eins og svangt barn sem stendur fyrir utan bakaríið.

Margir eru búnir eða eru um það bil að missa vinnuna og þeir sem ekki missa hana munu bara borga hærri og hærri skatta næstu árin, fyrir utan að taka á sig launaskerðingar.

Hættan á því að  við munum þurfa að borga fyrir læknisþjónustu og aðgerðir í mun meiri mæli en nú er, er orðin raunveruleg.

Hættan á lokun skóla, styttingu þeirra og versnandi kennslu er einnig orðin að raunverulegri ógnun.

Bensín hækkar, matur hækkar, raforka hækkar og okkar lífsskilyrði versna með hverjum deginum sem líður.

Á hliðarlínunni stendur AGS með sínar áætlanir, sem hafa aldrei í sögu sjóðsins verið smíðaðar fyrir það fólk sem býr í löndunum sem þeir aðstoða. Þeirra áætlanir miða að enduruppbyggingu fjármálageirans á kostnað hins almenna borgara.

Icesave er svo bundið við AGS órjúfanlegum böndum. Stjórn sjóðsins hefur staðið í vegi fyrir að okkar mál komist áfram innan veggja vegna Icesave.

Fyrirgefið en í dag finnst mér vera algert aukaatriði hvort að fyrsta hægrisinnaða vinstristjórn í heimi lifi af. Það eru bara miklu stærri mál í húfi en líf þessarar stjórnar.

Líf og afkoma heillar þjóðar er í húfi og er sett á vogaskálarnar, og fyrir hvað? Hégóma einhvers fólks sem á að vera að vinna fyrir okkur og með okkur sem þjóð og land í fyrsta sæti.

ALLTAF

 

 


mbl.is Átök innan Vinstri grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglega ófaglegt

Stuttu eftir að Eva Joly var ráðin hingað og fór að voga sér að krítísera ófagleg vinnubrögð á Íslandi, sá maður hve langt er í land hérlendis þegar kemur að faglegum vinnubrögðum. Hér er ekki farið í diolog þar sem aðilar á sitthvorum meiði ræða hlutina og skiptast á hugmyndum, þar sem mikilvægi samræðnanna liggur í að finna lausn sem er hentug og góð fyrir heildina.

Hér er lenskan að æða áfram tala niður til og helst tala í kaf þann sem situr hinum megin við borðið.

Að kynna sér mál og ræða þau út frá staðreyndum er ekki lenska hér lengur, að hlusta er ekki in og að opna umræðuna og flæði upplýsinga er greinilega algert tabú.

Það er orðið sorglegra en orð fá lýst að fylgjast með hvernig íslenskir stjórnmálamenn æða áfram án raka, án þess að hugsa sig um áður en þeir tala og án þess að gera minnstu tilraun til að vera faglegir í einni verstu stöðu landsins hingað til.

Hvernig getur þetta endað vel?


mbl.is De Reya svarar Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Töpum við einhverju fleira ?

Ég er orðin svo þreytt á Icesave, eins og ég býst við að þorri þjóðarinnar sé, en þetta er mál sem við megum ekki verða þreytt á og verðum að standa vörð um að verði meðhöndlað rétt.

1. Við erum einum flokki fyrir ofan ruslflokk hjá matsfyrirtækjunum.

Ok þessi matsfyrirtæki fá borgað fyrir að gera mat. Hver er að borga þeim fyrir að gera mat um Ísland í dag? Er það AGS? Ef svo er þá er það ekki trúverðugt því að AGS og flest matsfyrirtækjanna hafa verið gagnrýnd fyrir of nána samvinnu um áraraðir. Það mikla samvinnu að hún hafi "búið" til fjármálakreppur á ýmsum stöðum í heiminum.

2. Talað er um að höfnun á Icesave muni hafa vond áhrif á samskipti okkar við Breta og Hollendinga.

Urðu samskiptin ekki vond um leið og "vinaþjóð" okkar setti á okkur hryðjuverkalög? Hafa þau eitthvað batnað? Hefur Jóhanna ekki fengið svör seint og illa við sínum bréfum ? Hafa verið nokkur samskipti á milli landana yfirhöfuð þegar kemur að þessu máli á langan tíma? Hverju mundum við tapa? Samskiptum sem hafa nú þegar liðið óbætanlegt tjón.

 Það eru vafaatriði þegar kemur að Icesave og það eigum við að keyra á. ESB reglugerðin er ekki skýr hvað varðar að ríki yfirtaki skuldir af þessu tagi. Ingibjörg talar sjálf um Brussel viðmiðin í sínu minnisblaði. Við urðum fyrir algeru bankahruni, hvernig getur reglugerð sem þessi yfirhöfuð dekkað það?

Stjórnvöld okkar hafa því miður málað okkur út í horn með þetta mál. Það voru tækifæri til að núllstilla málið og byrja upp á nýtt en þau voru ekki nýtt. Núna verðum við að vona að málið verði fellt í þinginu okkar og við getum á þann hátt núllstillt máli og tekið slaginn um það.

Staðreyndin er að Icesave eitt og sér er ekki ástæða þess að hér er enginn Skjaldborg, að hér eru skattahækkanir og niðurskurður sem mun rúa okkur inn að skinni. Staðreyndin er að AGS stendur mun meira þar að baki alveg eins og stjórn AGS setti Icesave sem fyrirvara í efnahagsáætlun okkar vegna þrýstings frá "vinaþjóðum" okkar.

Þetta botnar allt í réttlæti, réttlátri málsmeðferð og réttlæti í afborgunum. Meira býst ég ekki við að við séum að biðja um.

Gleðileg jól og ekki gera ekki neitt. Wink

 

 


mbl.is Útiloka ekki að Icesave verði hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband