Hverju erum við að berjast fyrir fyrst og fremst?

Margir hafa sett spurningamerki við þá baráttu sem hefur átt sér stað í þjóðfélaginu síðan að hrunið varð, sérstaklega eftir að hin hreina vinstri stjórn tók við völdum í landinu og boðaði Norræna velferð.

Við höfum öll séð að norræna velferðin er ekki til staðar og með þeim niðurskurði sem boðaður er mun hún aldrei verða að veruleika.

Við höfum öll séð að Skjaldborgin um heimilin var bara hjómur af hugsun sem varð aldrei neitt meira en það. Jólapakkinn frá ríkisstjórninni sannar það.

Við höfum öll séð mönnunum sem komu okkur í þetta fen hampað, fá fyrirtæki sín og eignir upp í hendurnar aftur og afskriftir eins og engin sé morgundagurinn. Þó eru þetta menn sem hafa fegrað bókhald fyrirtækja sinna út í hið óendanlega og gætu líklega fengið Pulitzer fyrir.

Við höfum öll séð að atvinnuuppbygging er meira á pappír en í gjörðum og þó er hún okkur lífsnauðsyn.

Þetta er allt eitthvað sem við eigum að vera að berjast fyrir svo lífskjör okkar sem þjóðar fari ekki í norður og niðurfallið með fyrsta morgunfretinu.

EN það sem við erum fyrst og fremst að berjast fyrir er siðferði okkar og réttlætiskennd sem hefur verið margnauðgað síðustu 2 ár.

Við erum að berjast fyrir æru okkar sem þjóðar, fyrir samkenndinni, fyrir breyttum starfsháttum sem botna í hugsun á meðborgurum okkar og ekki eiginhagsmunum.

Við erum að berjast fyrir því að geta farið fram úr á morgnana og sagt við okkur sjálf " Ég get verið stolt af þjóð minni og landi, því við nýttum þessar hamfarir og byggðum réttlátt samfélag, við byggðum samfélag sem tekur mið af heildinni og ekki bara hagsmunahópum"

Við erum að berjast fyrir endurnýjaðri hugmyndafræði og hugsjónum.

Það er barátta sem á rétt á sér ALLTAF og ALLSTAÐAR.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Ásta; jafnan !

Hætt er við; að til Skálmaldar þurfi að koma, til þess að koma þessum 4 ræksnum (B - D - S og V listum), endanlega, frá völdum.

En; allt er til vinnandi, svo sem, eigi landsmenn ekki að öðrum kosti, að fara frá Íslandi, í stórum stíl.

Vonum; að stund Hefndarinnar renni upp - og þau fái makleg málgjöldin, sem til þeirra hafa unnið, ágæta baráttukona.

Með kveðjum góðum; úr utanverðu Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 02:02

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

góð færsla

Sleggjan og Hvellurinn, 29.12.2010 kl. 03:57

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottur pistill og tek undir hvert orð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2010 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband