Kryddsíldin í (ekki) beinni.....

Mér barst til eyrna að Kryddsíldin yrði tekin upp 29. des. í stað þess að vera í beinni á gamlársdag. Satt best að segja trúði ég ekki að svo yrði en verð víst að gera það samt. Samkvæmt pistli Þórs Saaris hér var Kryddsíldin tekin upp í 29. des. 
Mér þykir þetta allt athyglisvert í meira lagi. Í fyrsta lagi finnst mér þjóðfélagið okkar vera komið á undarlegan stað þegar síldin fína er tekin upp fyrirfram í stað þess að vera í beinni útsendingu eins og vanalega. Einhvern veginn fær maður á tilfinninguna að með því sé verið að reyna að koma í veg fyrir að hin sauðsvarti almúgi fari nú að koma og vera með einhvern uppsteyt og vitleysu þegar þessi fína samkoma er haldin. 

Mér finnst einnig athyglisvert að þeir þingmenn sem komu inn á þing uppúr búsáhaldabyltingunni skuli hafa mætt og tekið þátt í þessum leikþætti og farsa. Að þeir skuli hafa farið eftir leikreglum "gamla" Íslands í stað þess að fara bara í aðra fjölmiðla með þetta rugl og farsa.
Mér finnst skrýtið að þeir hafi ekki neitað að taka þátt í þessu og frekar auglýst farsann á snjáldurskinnu sinni og í fjölmiðlum svo að almenningur myndi vita af vitleysunni.
Það sem mér finnst samt undarlegast að Björt Framtíð og Dögun, virðast sem þau einu af fjölmörgum nýjum framboðum eiga rödd í þessari Kryddsíld.
Ég fyrir mitt leiti hélt að Kryddsíldin væri aðeins fyrir þá flokka sem eru á þingi og ekki flokka sem eru ekki komnir á þing. Kannski er þetta svo að þeir þingmenn sem hafa gengið úr Hreyfingu í Dögun og þeir sem hafa farið í Samfylkingu í Bjarta Framtíð séu að nýta sér svona aðstæður til ókeypis kosningaáróðurs.
 Einhvern veginn sit ég með óbragð í munni og hugsa um að Nýja Ísland muni aldrei verða ef að allir fara alltaf eftir leikreglum Gamla Íslands. Að við munum ekki komast úr sporunum í átt að heilbrigðara og réttlátara samfélags fyrir almenning ef að þetta heldur svona áfram.
Einhver verður að þora að standa fyrir almenning og heimilin alla leið og hingað til hef ég ekki séð marga gera það. Ef það verður ekki farið  að snúa við blaðinu og standa fast á því að vera ekki memm í leiknum og farsanum þá verður aldrei neitt Nýja Ísland.

Eftirmáli þessa alls var sá að ég skrifaði nokkra pósta í dag til að grennslast fyrir hvernig gat staðið á því að Björt Framtíð átti rödd í þessum þætti. Nota bene þætti sem hefur verið hefð fyrir að sé um stjórnmál líðandi stundar með þeim flokkum sem voru kosnir á þing. Guðmundi Steingríms. var sem sagt boðið að vera með vegna þess að hann situr á þingi fyrir flokk (Bjarta Framtíð) sem mælist með nægjanlegt fylgi í skoðanakönnunum til að koma manni inn á þing. Dögun átti svo rödd í Þór Saari Hreyfingar þingmanni. Er þetta þá ekki að verða kosninga þáttur? Óbragðið í munninum er einhvern veginn ekki minna núna en það var í morgunn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hygg nú að Þór Saari hafi verið þarna fyrir Hreyfinguna en ekki Dögun.  Hreyfingin er eftir því sem ég best veit ennþá á alþingi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2012 kl. 13:10

2 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Hann tekur skýrt fram að Dögun og Björt Framtíð hafi átt rödd þarna inni. Þá hefur líklega verið komið á framfæri sjónarmiðum þessara tveggja framboða. Það er allt rangt við það ef maður er að tala um ný vinnubrögð og áherslur.

Ásta Hafberg S., 30.12.2012 kl. 13:18

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann segir Hreyfingin/Dögun.  Mér finnst ágætt hjá honum að benda á þetta, þó það geti komið honum illa.  Björt Framtíð Er svona afrekar hæpnara dæmi, af því að flokkurinn er ekki á þingi, þess vegna hefði verið rétt að Lilja Mósesdóttir væri þarna líka fyrir Samstöðu.  Skrýtið að það skuli ekki hafa verið gert. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2012 kl. 13:51

4 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Þannig að þegar að maður stofnar flokk sem er ekki á þingi og þingmenn ganga í þann flokk, þá er sá flokkur allt í einu á þingi, þó engin hafi kosið hann? Athyglisvert. Það er nokkuð ljóst að það þarf að endurskilgreina allt sem viðkemur þinginu og það frá A-Ö.

Ásta Hafberg S., 30.12.2012 kl. 14:36

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég var bara að benda á að Hreyfingin er á þingi, og þess vegna ekkert skrýtið að einn þingmaður þaðan væri í þessari Kryddsíld.  Annar er með Guðmund og Bjarta framtíð.  Og fyrst hann var þarna, þá hefði einnig átt að bjóða Lilju sem er á sama báti hvað þetta varðar.  Ekki vísvitandi misskilja það sem ég er að segja.  Veit ekki hvað hefur komið yfir ykkur elskurnar, allt í einu orðnar svo reiðar.  Vonandi lagast það.  Lífið er saltfiskur.  Og það þarf sterk beint til að standa í svona hlutum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2012 kl. 14:44

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyrst hefur á götuhorninu að það taki allt að tvær kynslóðir að breyta núverandi stjórnfyrirkomulagi úr þessari andlýðræðislegu flokksræði í lýðræði.

Sigurður Haraldsson, 30.12.2012 kl. 15:16

7 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Ég er ekki reið elsku Ásthildur mín, ég er bara að benda á að á þingi er Hreyfingin og ekki Dögun eða Björt Framtíð. Kryddsíldin miðast við þá flokka sem eru Á þingi í það og það skipti. Þess vegna geta hvorki Dögun né Björt Framtíð átt rödd þar. En það er rétt hjá þér að fyrst að svo var þá hefði átt að bjóða fulltrúa frá öllum hinum nýju framboðunum líka. Þau eru nokkur ef ég man rétt.

Ásta Hafberg S., 30.12.2012 kl. 15:37

8 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Já Siggi en ég vona að okkur takist þetta nú fyrr ;)

Ásta Hafberg S., 30.12.2012 kl. 15:38

9 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Baráttukveðjur til þín Ásta

Georg Eiður Arnarson, 30.12.2012 kl. 15:47

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir þá ósk að vona að okkur takist sem fyrst að reka af okkur spillinguna.  Okkar eina von að mínu mati eru nýju framboðin, og ég vona að fólk hafi kjark til að sleppa því að kjósa fjórflokkinn.  Ég held að þessi slagur verði ógeðslegur og harður.  Það verður allt reynt til að koma höggi á nýju framboðin, vegna ótta valdhafa við nýja strauma.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2012 kl. 16:50

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Vonandi náum við að upplifa ósk okkar ég mun aldrei gefast upp þrátt fyrir ofureflið sem við eigum við þar sem fjórflokkurinn á nær alla fjölmiðla ásamt því að hafa aðgang að þýfinu sem hvarf við fall landsins í gegnum varða einkavini!

Sigurður Haraldsson, 30.12.2012 kl. 17:13

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við verðum bara að halda áfram að vera virk á netinu, það virðist vera eina leiðin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2012 kl. 18:15

13 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Bestu baráttukveðjur til þín líka Georg ;) Þetta kemur allt með kalda vatninu.

Ásta Hafberg S., 30.12.2012 kl. 18:35

14 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Það er nú bara þannig að ef við ætlum að ná að naga í fylgi fjórflokksklíkunnar þá verðum við að láta sjá í okkur og heyra. Líka með því að mæta í ógeðfelldar samkomur eins og kryddsíldina. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við getum ekki framkvæmt breytingar í lýðræðisþjóðfélagi í felum og í fýlu. Við verðum að vera þar sem umræðan og áhorfið er. Þetta er nefnilega skítadjobb.

Baldvin Björgvinsson, 30.12.2012 kl. 19:59

15 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það var sýnt brot úr þessari sviðsettu úgáfu af beinni útsendingu leiðtoga stjórnmálaflokkanna, á síðasta degi ársins. Þarna sýndist mér ég sjá, formenn gömlu valdaklíkunar, sem hefur gengið undir ýmsum misljótum nöfnum í áranna rás, síðast fjórflokkur, en að auki gat ég ekki betur séð en að þeir Þór Saari og Guðmundur Steingrímsson sætu þar í þessum líka fína "selskab" - líklega eðlilegt, eins og tíðkast nú um önnur "sjálfstæð" dótturfélög Samfylkingarinnar , á borð við Besta flokkinn í borginni og þar með vinsælasta leikara þjóðarinnar í aðalhlutverki. Hreint út sagt: Aumkunarvert

Jónatan Karlsson, 30.12.2012 kl. 20:49

16 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Baldvin maður þarf ekki að vera í felum eða fýlu þó að maður fari aðrar leiðir. Það hefði til dæmis verið hægt að gera flott PR stunt úr þessu með því einmitt ekki að mæta, hóa í blaðamannafund og gera svolítið út úr þessu hvað varðar viðhorf, réttlæti og heiðarleika. Leggja áherslu á Nýja Ísland og breyttar leikreglur. Þetta hefði nú verið frekar bjartsýn og jákvæð aðgerð í sjálfu sér. Það er hægt að gera helling án þess að vera í felum og fýlu og samt fara aðrar leiðir ;)

Ásta Hafberg S., 30.12.2012 kl. 21:29

17 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já, Ásta og aðrir gestir hér! Það er ekki ein báran stök, þegar kemur að kryddleginni stjórnsýslu-spillingunni á skerinu og síldar-miðunum í kring!

Það þarf víst meir en gull-fiska-minni, til að sjá í gegnum þetta leikrit. Er ekki eðlilegt, að okkur mistakist stundum að muna allt leikritið?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.12.2012 kl. 22:49

18 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það er smán fyrir alla sem heillast af hækju Samfylkingar þór Saari..

Vilhjálmur Stefánsson, 30.12.2012 kl. 23:07

19 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það er alveg skelfilegt að fylgjast með þessu Alþingi. Það átti að þvinga í gegn á þinginu vaskinn á taubleiurnar. Og vont var að koma þingmönnum í stólinn sinn.Eru þessir menn ekki í vinnunni,  og svo á að bæta við skömmina með því að taka kryddsíldina upp daginn áður en á að sýna hana til að geta klippt hana til. Gaman væri að vita hver stakk upp á því. Alþingi Íslendinga er orðið svo rotið, að það tekur enginn heilvita maður mark á því sem þar fer fram, leysa þarf upp þing, og stokka upp spilin.!!! Dögun hvað er það? Er það eitthvað sem ég hef kosið á þing eða einhver annar þjóðfélagsþegn Afglöpin eru óendanleg hjá þessari Ríkisóstjórn að mínu mati!!!!!!!!!!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 31.12.2012 kl. 02:16

20 identicon

Það er alveg sama hverjir voru valdir til þáttöku í Kryddsíldinni, þetta er allt sama gamla kerfið.

Að einhver skuli halda að eitthvað breytist með tilkomu "nýrra" flokka er alveg ótrúlegt!

Dögun er ekkert öðruvísi en Borgarahreyfingin/Hreyfingin og mun að sjálfsögðu styðja núverandi ríkistjórn til áframhaldandi setu eftir kosningar. Það þarf jú að passa að Sjálfstæðisflokkurinn komist ekki til valda aftur (skítt með velferð Íslands, það er algjört aukaatriði).

Björt Framtíð (haha) er eins og allir vel þenkjandi menn ættu að geta komið auga á, er ekkert annað en útibú frá Samfylkingunni og er eingöngu sett fram til að taka til baka eitthvað af því fylgi sem að Samfylkingin mun tapa.

Samstaða mun ekki geta gert neitt þar sem að Lilja fer úr pólitík.

Restin af "nýju" framboðunum eru ekki marktæk og munu eingöngu dreyfa atkvæðamagni og gera slatta af atkvæðum marklaus.

Líklegast mun sama ríkisstjórn sitja áfram næstu árin vegna þess að kosningabaráttan mun að mestu snúa um hatur á Sjálfstæðis og Framsóknarflokknum og áheyrslu um að þeir flokkar muni undir engum kringumstæðum fá að komast til valda!

Þannig að hverjir fengju eða ekki fengju að koma fram í Kryddsíldinni er algjörlega óþörf umræða!

Thordur Sigfridsson (IP-tala skráð) 31.12.2012 kl. 11:04

21 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Tóti þú gætir því miður haft eitthvað rétt fyrir þér þarna og ég mun gera allt sem ég get til að koma einhvern veginn í veg fyrir að þetta fari svona. Annars árið á þig og þína ;)

Ásta Hafberg S., 31.12.2012 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband