Færsluflokkur: Bloggar

Stöðugleiki og botninum náð? Hvernig?

Stöðugleikasáttmáli þessa lands er settur saman af fólki sem sat við stjórnvölinn þegar allt hrundi hér.

Þetta fólk er að reyna að leysa öll okkar vandamál með sömu aðferðum og komu okkur í vandamálin. Stóriðja og mannaflsfrekar framkvæmdir er það eina sem þeim dettur í hug, ja ef við verðum heppin verður fjárfest í einhverjum "lífvænlegum" fyrirtækjum og þá erum við líklega að ganga út frá fyrirtækjum sem skila miklum arði strax til sinna fjárfesta og ekki verður horft á langtíma uppbyggingu eða gjaldeyrisþörf landsins.

Já og einkaframkvæmdir? Eru það einkarekin sjúkrahús og skólar?

Sem sagt algert hugvitslegt gjaldþrot.

Ef Gylfi, eins og sagt er á þýsku " Hatte Eier in der Hose" , hefði hann unnið vinnuna sína fyrir það fólk sem hann á að vera að vinna fyrir , hinn venjulega starfandi Íslending. Hann hefur ekki gert það og er eins og slefandi hundur á eftir stjórninni, vonandi að þetta sé nú allt svo flott og fínt eins og lofað var. Vonandi að ESB verði hin mikla lausn, þó svo að það hafi alveg sýnt sig að svo sé ekki.

Málið er að við þurfum að vinna vinnuna okkar hérna heima til að öðlast traust á erlendum vettvangi, að halda það að við getum sótt um í ESB, skrifað undir Icesave eða farið undir kúgunarhamar AGS geri það að verkum að erlend samfélög fái traust á okkur er fásinna.

Vinnan þarf að gerast hér, við þurfum að hreinsa út spillta stjórnmála og embættismenn, bankafólk, henda útrásarvíkingum í fangelsi, fara í almennilega almenna þjóðfélagsuppbyggingu og þá mun alþjóðasamfélagið kannski fá traust á okkur aftur.

Það gerist ekki með því að hlaupa eitthvað annað og vona að þetta reddist.

 Það er ekki hægt að laga það sem fór úrskeiðis með sömu aðferðum og komu öllu í ólag.

Svo einfalt er það mál.


mbl.is Botni náð í byrjun næsta árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðugleiki í hugmyndafræðilegu gjaldþroti

Stöðugleikasáttmáli þessa lands er settur saman af fólki sem sat við stjórnvölinn þegar allt hrundi hér.

Þetta fólk er að reyna að leysa öll okkar vandamál með sömu aðferðum og komu okkur í vandamálin. Stóriðja og mannaflsfrekar framkvæmdir er það eina sem þeim dettur í hug, ja ef við verðum heppin verður fjárfest í einhverjum "lífvænlegum" fyrirtækjum og þá erum við líklega að ganga út frá fyrirtækjum sem skila miklum arði strax til sinna fjárfesta og ekki verður horft á langtíma uppbyggingu eða gjaldeyrisþörf landsins.

Sem sagt algert hugvitslegt gjaldþrot.

Ef Gylfi, eins og sagt er á þýsku " Hatte Eier in der Hose" , hefði hann unnið vinnuna sína fyrir það fólk sem hann á að vera að vinna fyrir , hinn venjulega starfandi Íslending. Hann hefur ekki gert það og er eins og slefandi hundur á eftir stjórninni, vonandi að þetta sé nú allt svo flott og fínt eins og lofað var. Vonandi að ESB verði hin mikla lausn, þó svo að það hafi alveg sýnt sig að svo sé ekki.

Málið er að við þurfum að vinna vinnuna okkar hérna heima til að öðlast traust á erlendum vettvangi, að halda það að við getum sótt um í ESB, skrifað undir Icesave eða farið undir kúgunarhamar AGS geri það að verkum að erlend samfélög fái traust á okkur er fásinna.

Vinnan þarf að gerast hér, við þurfum að hreinsa út spillta stjórnmála og embættismenn, bankafólk, henda útrásarvíkingum í fangelsi, fara í almennilega almenna þjóðfélagsuppbyggingu og þá mun alþjóðasamfélagið kannski fá traust á okkur aftur.

Það gerist ekki með því að hlaupa eitthvað annað og vona að þetta reddist.

En þegar öll er á botnin hvolft er ég engan veginn hissa á að stöðugleikasáttmálin sé í uppnámi, það er ekki hægt að laga það sem fór úrskeiðis með sömu aðferðum og komu öllu í ólag.

Svo einfalt er það mál.


mbl.is Sáttmálinn í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ætti dómsúrskurður ekki að vera gildur ?

Hvernig er Bretum og Hollendingum stætt á því að samþykkja ekki fyrirvaran um dómstólaleiðina óskorðaðan?

Eru þessi tvö lönd ekki hluti af hinu réttláta og sanngjarna ESB? Þar sem engin spilling þrífst og öll dýrin í skóginum eru vinir? Eða svo hljómar það þegar Samfylkingin er að ræða ESB.

Þessi samningur er og verður kúgun stórrar þjóðar á hendur lítilli þjóð og ekkert annað. Það hefur rækilega sýnt sig síðustu mánuði að AGS vinnur með ESB og ef þar er sagt nei, þá gerist ekki neitt. Á sama tíma geta Brown og Darling lýst því yfir að Breska ríkið ábyrgist ekki innistæður. Þetta hangir engan veginn saman.

Svo er okkur sagt af okkar eigin stjórnvöldum, að um leið og Icesave sé í höfn byrji uppbygging Íslands. Fyrirgefið að ég segi það en sú uppbygging gat byrjað dag 1 eftir hrun og er að mestu leyti óháð Icesave.

Okkur var líka sagt að um leið og fyrir lægi umsókn í ESB myndi krónan stabílisera sig, lánalínur myndu opnast og traust alþjóðasamfélagsins myndi stóraukast á okkur. Okkur var líka sagt að þá væri hægt að fara í uppbyggingu Íslands.

Icelandic krona - The last rate was published on 3 Dec 2008. Svona stöndum við ennþá inn á Central Bank of Europe og það þrátt fyrir að hafa sótt um í ESB.

Þetta er farið að hljóma eins og leiðinlegur farsi. Þetta er ekkert nema hugmyndafræðilegt gjaldþrot fólks sem fórnar þjóð sinni á altari eigin hræðslu. Hræðslu við að tapa andliti út á við, hræðslu við að viðurkenna að það hafi ekki lausnir og hræðslu við að viðurkenna vanhæfi flokkakerfisins í þessum málum.

 

 

 

 


mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru 2 póstar? Svona skilst þetta í fréttum í Noregi

Kannski það hafi verið skrifaðir 2 póstar til Noregs, sá fyrri sem var þýddur fyrir okkur og sá seinni sem fór í norsku fréttirnar.
Innihald þeirra virðist ekki hafa verið það sama og alveg á hreinu að engin sér neina þörf til að lána neinum sem er að afþakka lán fyrirfram.
Þarna segir orðrétt að það þurfi ekki MEIRI lán en þegar hafi verið áætlað. Spurningin var ekki að fá fleiri lán heldur að fá lán sem væru ekki háð AGS og Icesave og sleppa einhverju af þeim sem væru það.
"Javisst hadde det vært verdifullt å ha tilgang til ett lån i størrelsesorden 100 milliarder norske kroner, spesielt om det ikke var knyttet til Icesave og IMF. Men ingenting tyder på at vi trenger noen større lånepakke enn den som allerede er avtalt",...skriver hun til oss.

Þessi setning er beint upp úr Norsku fréttinni og er hún í heild sinni í tenglinum hér að neðan.

http://www.abcnyheter.no/node/97373


mbl.is Kallaði á neikvæð viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru 2 bréf ? Svona skilst þetta í Noregi

 
Kannski það hafi verið skrifaðir 2 póstar til Noregs, sá fyrri sem var þýddur fyrir okkur og sá seinni sem fór í norsku fréttirnar.
Innihald þeirra virðist ekki hafa verið það sama og alveg á hreinu að engin sér neina þörf til að lána neinum sem er að afþakka lán fyrirfram.
Þarna segir orðrétt að það þurfi ekki MEIRI lán en þegar hafi verið áætlað. Spurningin var ekki að fá fleiri lán heldur að fá lán sem væru ekki háð AGS og Icesave og sleppa einhverju af þeim sem væru það.
"Javisst hadde det vært verdifullt å ha tilgang til ett lån i størrelsesorden 100 milliarder norske kroner, spesielt om det ikke var knyttet til Icesave og IMF. Men ingenting tyder på at vi trenger noen større lånepakke enn den som allerede er avtalt",...skriver hun til oss.

Þessi setning er beint upp úr Norsku fréttinni og er hún í heild sinni í tenglinum hér að neðan.

http://www.abcnyheter.no/node/97373


mbl.is Birtir bréf Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjónusta AGS

Það er athyglisvert að fylgjast með þeirri umræðu sem á sér stað um AGS þessa dagana. Þeir sem eru ekki fylgjandi aðstoð sjóðsins eru kallaðir landráðsmenn eða titlaðir þjóðernissinnar með misskilið þjóðarstolt.

Ég hef notað mikinn tíma í að kynna mér AGS og verð að segja að það er ekki af þjóðarstolti sem ég vil ekki njóta aðstoðar þeirra, heldur vegna þess að gæði þjónustu þeirra við samfélög er enginn. Það er ekki til land í dag sem hefur notið aðstoðar AGS sem hefur komist út úr sinni kreppu í "alvöru".

Stefna AGS, sem þeir eru að nota hér á landi núna og hafa notað í flestum af hinum löndunum líka, gengur út á mjög hraðan niðurskurð og skattahækkanir, stefna þeirra hefur hvergi og heldur ekki hér boðið upp á uppbyggingu á móti. Hitt er svo háir stýrivextir sem hefur heldur ekki verið gott fyrir uppbyggingu heldur.

Þeir eru að nota sömu taktík hér með Icesave og þeir hafa gert annarsstaðar með að pressa landið sem nýtur "aðstoðar" þeirra í einhverjum málefnum sem tengjast aðstoðinni kannski á einhverju gráu svæði en ekki beint.

Oftast hefur það farið þannig að eftir massífan niðurskurð og skattahækkanir og háa stýrivexti, getur það land sem tók lán hjá þeim ekki borgað sínar afborganir.Nær undantekningarlaust þegar það gerist er AGS tilbúið með áætlun um  sölu orkufyrirtækja í eigu ríkisins eða annarra ríkisrekinna fyrirtækja og auðlinda til einkaaðila.

Kannski mun þetta ekki fara svona hér, þó að ég efist stórlega um það því þeir hafa hvergi breytt þessari stefnu alveg sama hvaða landi þeir hafa verið að hjálpa.

Ég vil ekki AGS í burtu vegna þjóðarstolts heldur vegna þess að ég er 99 % viss um að við munum fara í dýpri kreppu og lengri með þeim en án þeirra.

Ég mæli með að fólk kynni sér störf þessa sjóðs í öðrum löndum á sjálfstæðan og gangrýnin hátt.


mbl.is Höfum ekkert við AGS að gera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Nýju" lausnir Samfylkingarinnar

Það er ekkert nýtt í þessum lausnum sem koma frá Árna Páli. Hann hefur sullað saman hinum og þessum hugmyndum, sem var flestum í heild sinni var hafnað af Samfylkingunni fyrir kosningar.

Þetta hefur hann sem sagt tekið allat saman og hrært í einn graut. Út úr þessu kemur enn eitt NEYÐARÚRRÆÐIРog ekki LANGTÍMALAUSN.

Þarna er saman komið hluti af tímabundinni neyðarlausn Frjálslynda Flokksins sem lagt var fyrir þing stuttu eftir hrun, hið svokallað Biðreikningafrumvarp.

Þarna er dassað smá Framsóknar og Sjálfstæðisflokkspælingum í sambandi við niðurfellingu.

Allir bankarnir eru nú þegar með einhverjar svona lausnir í gangi.

Það er ekki verið að leysa vandamálin til langframa og það er ekki verið að hugsa um hagsmuni hins venjulega borgara í landinu.

Er þetta "nýja" Ísland? Mér er sko spurn.

 


mbl.is Segja tillögur ráðherra stríðsyfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fortíðin var?Framtíðin verður?

Ég skil vel að fólk á Húsavík og nágrenni sé ekki ánægt með niðurstöðu þessa máls, sérstaklega þegar farið var á fund Katrínar og hún var jákvæð gagnvart málinu. Það hlýtur að vera ömurlegt að sitja núna á Húsavík og hafa fengið þessa frekar blautu tusku í andlitið.

Annað er svo hve miklu eru þessi blessuðu álver að skila þjóðarbúinu? Að mínu mati er þessi stóriðju átátta ekkert annað en afleiðing margra áratuga hugvitslegs gjaldsþrots stjórnvalda þegar kemur að fyrirtækja og atvinnuuppbyggingar á landsvísu. Það er auðvelt að lofa landsbyggðinni álveri rétt fyrir kosningar, sérstaklega þegar landsbyggðin hefur verið í svelti hvað varðar uppbyggingu á áraraðir, pice of cake.

Ísland væri ekki eins illa sett í kreppunni í dag ef farið hefði verið í uppbyggingu fyrirtækja á landsvísu, fyrirtækja í ýmsum stærðum og sem breiðasta flóru af þeim. Fyrirtæki sem byggja á íslensku hugviti og hugmyndum ( nóg er til af þeim) og eru í innlendri framleiðslu líka til útflutnings.

Þetta er það mikilvægasta í fyrirtækja uppbyggingu í dag, breið flóra fyrirtækja í ýmsum greinum, innlend framleiðsla til útflutnings.

En til þess að það geti orðið þarf samhent átak okkar almennings, stjórnvalda, opinberra starfsmanna, lífeyrissjóða og bankanna. því að hér þarf að vinna hratt og örugglega og ekki setja upp enn eina nefndina sem býr til flotta skýrslu sem endar ofan í skúffu.


mbl.is Viljayfirlýsing ekki framlengd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í SKOÐUN ?

Það er athyglisvert að það fólk sem situr innan veggja þings í dag skuli leyfa sér að nota orð eins og, í skoðun, í athugun, efast, hugsanlega og annað þvíumlíkt þegar kemur að lausnum fyrir þjóðina.

Hér á landi situr þjóð sem hefur orðið fyrir einu áfallinu eftir öðru síðasta árið. Fólk stendur frammi fyrir því að launin duga engan veginn fyrir öllum nauðsynjum, stoðum fólks hefur verið kippt undan því og það keyrt inn í hringiðu atburða sem það hefur í raun enga stjórn á.

Ekki nóg með það þá virðast þeir sem sitja inn á þingi og við stjórnvöl þessa lands engan veginn gera sér grein fyrir því. Hvernig getur nokkur manneskja sagt að málin séu í skoðun þegar kemur að frestun uppboða. Heldur viðkomandi að allar eignir sem voru á leið á uppboð þegar bráðabirgðalögin voru sett séu allt í einu ekki á leið á uppboð? Batnaði eitthvað ástandið síðastliðna mánuði?

Svona hluti á ekki einu sinni að skoða við núverandi aðstæður, þetta á að vera sjálfsagður réttur þjóðar sem er keyrð inn í aðstæður sem var ekki hennar sök. Aðstæður sem hafa brotið allar lánaforsendur. Aðstæður sem hafa brotið upp öll fjárhagsleg viðmið fólks, og það ekki á góðan hátt.

Það er sjálfsagður réttur okkar sem þjóðar í dag að fólk sem við höfum ráðið í vinnu við að koma landinu okkar út úr kreppunni, vinni fyrir okkur. Það er sjálfsagður réttur okkar að þetta fólk hugsi um þjóð sína bæði nótt sem nýtan dag og komi með lausnir okkur til handa.  

Annað á þetta fólk ekki að vera að gera.

 


mbl.is Holskefla uppboða verði frestur ekki framlengdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð þjóðar

Hver er ábyrgð okkar sem þjóðar í núverandi ástandi?

Hvað er það sem við sem þjóð eigum að vera að gera akkúrat núna?

Berum við einhverja ábyrgð á því hvernig VIÐ sem þjóð ætlum út úr þessari kreppu?

Erum við virkilega bara viljalaus verkfæri í höndum óhæfra stjórnmálamanna, óhæfra opinberra starfsmanna, spilltra útrásarvíkinga og AGS?

Hvernig ætlum við að réttlæta fyrir sjálfum okkur þá staðreynd að nú er að líða eitt ár frá hruni og lítið sem ekkert hefur verið gert fyrir okkur sem þjóð í þessu ástandi.

Hvernig ætlum við að réttlæta það fyrir sjálfum okkur að hafa ráðið til starfa fólk sem ekki uppfyllir þær kröfur sem sem þarf til að endurreisa Ísland.

Hvernig ætlum við að réttlæta fyrir komandi kynslóðum að þegar Ísland brann til grunna, sátum við heima og leyfðum því að gerast.

Hvernig ætlum að réttlæta það að þrátt fyrir að við vitum öll hvernig AGS vinnur, leyfðum við honum að taka völd í okkar landi og gera það að tilraunarverkefni nýfrjálshyggjunnar.

Hvernig ætlum við að réttlæta þá staðreynd að það er verið að nota AGS sem kúgunartæki vegna Icesave.

Munum við sem erum fullorðin í dag geta sagt eftir 10 ár : " Ég gerði allt sem ég gat til að spyrna við fótum og bjarga landinu mínu" "Ég stóð fast í fæturna fyrir komandi kynslóðir og barðist" eða munum við sitja ennþá heima og horfa á áframhaldandi hnignun lands og þjóðar.

Vegna þess kæra fólk, við sem þjóð höfum alltaf val, við sem þjóð getum alltaf staðið upp og barist. Við stöndum á ögurstundu í sögu Íslands og höfum val. Við getum valið að fara upp eða niður og ekkert þar á milli.

Við getum valið að leyfa AGS að keyra land og þjóð í kaf, við getum valið að leyfa óhæfu fólki að hefja aftur störf að fríi loknu, eða við höfum val um að leyfa þeim það ekki. Við höfum val um að fara aðrar leiðir í okkar eigin endurreisn, við höfum val um að fara í þá endurreisn með kjark, þori og hugviti á eigin forsendum.

HVAÐ VELJUM VIÐ?

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband